Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 13
93 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags neikvæðar afleiðingar lúpínunnar. Þá skal athuga hvaða gróðursam- félög er að finna á svæðinu, á hvaða stigi landeyðing er og hafa í huga hvert sé lokatakmarkið með notkun hennar, þ.e. hvaða landnýting er fyrirhuguð á svæðinu. Vegna neikvæðra áhrifa alaska- lúpínu á gróðurfar og líffræðilega fjölbreytni hafa Náttúrufræðistofn- un Íslands og Landgræðsla ríkisins lagt til í nýlegri skýrslu til umhverf- isráðherra62 að henni verði eytt á hálendi ofan við 400 metra yfir sjó og í þjóðgörðum, auk þess sem spornað verði við útbreiðslu hennar á friðlýstum svæðum, á svæðum sem enn eru að mestu laus við plönt- una sem og nokkrum öðrum völd- um svæðum; enn fremur að frekari dreifing hennar verði takmörkuð við skilgreind landgræðslusvæði. Þá hafa ýmis sveitarfélög hafið eða eru um það bil að hefja aðgerðir gegn alaskalúpínu, t.d. Stykkis- hólmsbær,73 Akureyrarkaupstaður, Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaup- staður. Aðgerðir gegn alaskalúpínu geta verið sláttur, eitrun eða beit.62,73 Þar sem stórtækar aðgerðir gegn alaskalúpínu eru sennilega rétt að hefjast, er ómögulegt að segja til um kostnaðinn af að halda henni í skefjum. Helstu rök fyrir því að nota plöntuna hafa jafnan verið að um sé að ræða ódýran og auðveldan kost til landbóta, en ljóst er að þegar ágengri plöntu er dreift af ásetningi verður að gera ráð fyrir kostnaði við að halda henni í skefjum eða upp- ræta þar sem við á. Slíkan kostnað þarf að taka með í hagkvæmniút- reikninga á mismunandi kostum í t.d. landgræðslu og skógrækt. Skógarkerfill Skógarkerfill (7. mynd) er stórvaxin (0,3–1,5 m) planta af sveipjurtaætt (líkt og hvannir), sem myndar allt að tveggja metra djúpa stólparót.74 Hann er upprunninn í Evrópu og tempraða belti Asíu en barst fyrst til Íslands sem garðplanta árið 1927. Skógarkerfill finnst víða á landinu en virðist ekki hafa orðið ágengur hér fyrr en tiltölulega nýlega.75,76 7. mynd. Skógarkerfill að ná yfirhöndinni í alaskalúpínubreiðu í Esjuhlíðum. – Cow Parsley (Anthriscus sylvestris), also known as wild chervil, invading a Nootka lupin patch near Reykjavík. Ljósm./Photo: Róbert A. Stefánsson. á líffræðilegri fjölbreytni.76,80 Líklegt er að skógarkerfli fjölgi í nánustu framtíð, sérstaklega á svæðum þar sem jarðvegur hefur verið köfnunar- efnisauðgaður, svo sem á aflögðum túnum og í lúpínubreiðum.67,75 Erlendis hefur stundum reynst erfitt að hemja útbreiðslu skógar- kerfils, en lítil reynsla er af eyðingu hans hér á landi. Sláttur hefur lengi verið notaður í Evrópu en reynst misvel.74,79,80,81 Tilraunir til að eitra fyrir skógarkerfil hafa verið gerð- ar í Evrópu, Norður-Ameríku og á Íslandi. Árangur hefur verið misgóður því hann virðist þola vel ýmiskonar plöntueitur.74,75 Reynt hefur verið að hemja skógarkerfil við Eyjafjörð, í Stykkishólmi og í eyjum á Mývatni. Eins og með alaska- lúpínu eru aðgerðir á landsvísu á byrjunarstigi, en talið er æskilegt að takmarka útbreiðslu plöntunnar sem mest og miða við sömu forgangs- röðun svæða og þegar alaskalúpína á í hlut.62 Tegundin er ágeng víða annars staðar, m.a. í Norður-Ameríku.74 Kerfillinn getur verið fjölær75 en er oftast ein- eða tvíær. Hann dreifir sér bæði með fræjum og rótarskotum. Fræ þroskast frá lokum júní til loka júlí en móð- urplantan drepst venjulega að lok- inni blómgun.76 Ein planta getur myndað 800–10.000 fræ en þau dreifast yfirleitt ekki langt frá móð- urplöntunni.74 Aðaldreifingarleið plöntunnar hérlendis er því með mönnum.75 Fræin lifa flest aðeins einn vetur og er því ekki hætta á að langlífur fræforði myndist í jarðvegi.77,78 Skógarkerfill hefur ekkert land- græðslugildi og sækir sérstaklega í nærringarríkan jarðveg. Þar sem hann er hávaxinn og myndar þéttar breiður, sem skyggja á og hindra vöxt annarra plantna, getur hann orsakað lélega gróðurbind- ingu jarðvegs og þarafleiðandi jarðvegseyðingu,79 auk rýrnunar 80 3-4#Loka_061210.indd 93 12/6/10 7:22:04 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.