Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 43
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðrún Helgadóttir og Kjartan Thors Gruggstraumar og farvegir á djúpsævi sunnan við Ísland Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 123–129, 2010 Inngangur Gruggstraumur er það heiti sem hér verður notað um fyrirbæri sem nefnist turbidity current á ensku. Ýmis íslensk heiti hafa verið notuð um þessa tegund straums, grugg- straumur, iðustraumur, ólgustraumur og eðjustraumur. Ekkert eitt heiti hefur náð því að verða ráðandi en gruggstraumur lýsir tveimur helstu eiginleikum þessara strauma, þ.e. ólguflæði og tiltölulega háu hlut- falli sets í vökvanum. Gruggstraumur er með öðrum orðum vatnsmassi sem hefur óvenju- mikla eðlisþyngd vegna mikils magns efnis í sviflausn. Þessi mikla eðlisþyngd veldur því að vatns- massinn streymir undan halla eftir botni stöðuvatns eða eftir hafsbotni. Gruggstraumur getur náð veruleg- um hraða og skapað mikinn rofmátt vegna setkorna í straumnum. Nátt- úrulegir gruggstraumar geta valdið spjöllum, m.a. á sæstrengjum. Mikið hefur verið rætt og ritað um gruggstrauma á síðustu áratugum, og er til dæmis fjallað um þá í fjöl- mörgum kennslubókum í jarðfræði. Ágæt umfjöllun um straumana er m.a. í kennslubók Open University.1 Til þess að gruggstraumur geti myndast þarf að skapast sviflausn af seti og einnig greiðir hallandi botn fyrir rennsli straumsins. Það má hugsa sér tvenns konar aðstæður sem mynda sviflausn. Annars vegar getur ferskvatn, sem berst í stöðu- vatn eða sjó, verið svo þrungið af seti að eðlisþungi þess sé nægur til að koma af stað gruggstraumi. Hins vegar má sjá fyrir sér aðstæður þar sem set hefur hlaðist upp á botni og verður fyrir hniki (jarðskjálfta). Við ákveðnar aðstæður getur setmass- inn misst styrk sinn, m.ö.o. orðið vökvakenndur, og runnið af stað undan halla. Eftir að gruggstraumar „upp- götvuðust“ hafa þeir verið mikið rannsakaðir, m.a. með líkantilraun- um. Ágæt samantekt um þær er til dæmis í bók Johns Simpson.2 Fljót- lega eftir að gruggstraumur verður til myndast eins konar höfuð fremst í straumnum og er það þykkara en afturhlutinn, sem skiptist í skrokk og hala. Í höfðinu myndast hring- flæði sem eykur rofmátt straumsins. Sömuleiðis safnast þar grófasti hluti setsins. Gerð og lögun gruggstrauma er víða lýst í kennslubókum. Gruggstraumar geta náð veruleg- um hraða við ákveðin skilyrði en hraðinn ræðst af hæð höfuðsins Ritrýnd grein Gruggstraumar eru ein mikilvægasta flutningsleið sets frá grunnsævi út á botn úthafanna. Þessir straumar og áhrif þeirra á hafsbotninn hafa verið þekkt um margra áratuga skeið. Það hefur einnig lengi verið ljóst að set hefur í verulegum mæli borist frá Íslandi til hafsvæðanna kringum landið. Jökulhlaup á landinu hafa til dæmis flutt mikið magn af lausum efnum og skilað til sjávar. Við rétt skilyrði geta þessi efni komist í sviflausn og myndað þykkan vökva sem getur skotist niður landgrunnshlíðarnar og út á djúpsævi. Farvegir eftir gruggstrauma hafa verið kortlagðir með fjölgeisladýptar- mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar á tveimur svæðum sunnan Íslands. Annars vegar er um að ræða kort af svæðinu sunnan Skerjadjúps og hins vegar af svæðinu undan Miðsuðurlandi. Kortin gefa nákvæma mynd af farvegunum og umhverfi þeirra. Á kortunum sjást 40 km langir farvegir sunnan Skerjadjúps og 150 km langir farvegir undan Suðurlandi. Líkur eru á því að gruggstraumar sunnan Íslands hafi verið virkir í lang- an tíma. Fjölgeislamælingarnar gefa vísbendingar um að þeir hafi verið öflugri á ísöld en nú á tímum. 80 3-4#Loka_061210.indd 123 12/6/10 7:22:20 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.