Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 25
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags dvelja lengi á landinu, en 51% þeirra sem dvelja lengur en 15 nætur á land- inu heimsótti Landmannalaugar.22 Hér er því verðmætur markhópur á ferðinni. Í umræðum um hálendi Íslands skýtur hugtakið „ósnortin víðerni“ oft upp kollinum, en hins vegar hefur hugtakið ekki einhlíta merk- ingu. Oft er átt við landsvæði þar sem engin ummerki eru um mann- anna verk.21 Fá svæði, ef nokkur, á jörðinni uppfylla þessi skilyrði. Stærstur hluti hálendis Íslands hefur verið beittur allt frá landnámi og getur það því ekki talist „ósnortin víðerni“ samkvæmt þessari skil- greiningu. Önnur nálgun er út frá hinni lagalegu skilgreiningu, en hér á landi eru „ósnortin víðerni“ skil- greind á eftirfarandi hátt. Landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án trufl- unar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunar- lónum og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum (Lög um nátt- úruvernd nr. 44/1999). Enn ein nálgunin er að líta á ósnortin víðerni sem huglægt mat hvers og eins, rétt eins og önn- ur huglæg fyrirbrigði á borð við fegurð eða kyrrð. Í því tilliti eru „ósnortin víðerni“ öll þau svæði sem fólk skynjar sem slík.21 Rann- sókn meðal ferðamanna á hálendi Íslands (Landmannalaugar, Lóns- öræfi, Langisjór, Hveravellir, Kerl- ingarfjöll) sýnir að langflestir upp- lifa þar ósnortin víðerni.18 Þótt ekki sé til nein heildstæð stefna um ferðamennsku og útivist á hálendi Íslands má finna í Ferða- málaáætlun 2006–2015 23 nokkur helstu markmið, m.a.: „Náttúra Íslands, menning þjóðarinnar og fagmennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála.“ „Áfram verði unnið að uppbyggingu ímyndar Íslands og hún varin með því að leggja áherslu á eftirfarandi þætti í kynningarstarfi ferðaþjónustunnar: a. einstaka og fjölbreytta náttúru, b. umhverfisvernd …“. Í áætluninni kemur skýrt fram að náttúra Íslands er auðlegð og áhersla er lögð á skipulag og verndun hennar. Svæðaskipting Árekstrar geta komið upp milli ólíkra hópa útivistariðkenda, t.d. milli þeirra sem eru á vélknúnum farartækjum sem notuð eru til afþreyingar (bátar, vélsleðar, vélhjól og bifreiðar) og fólks á göngu eða á hestbaki. Til að forðast árekstra og sjá til þess að óskum mismunandi markhópa sé sem best fullnægt hefur víða erlendis verið notuð svæðaskipting (e. zoning approaches) þegar útivistarsvæði og þjóðgarðar eru skipulögð.24,25,26 Þá er reynt að verða sem mest við óskum hvers markhóps og leyfa starfsemi og athafnir sem fara vel saman á sama svæði, en ekki starfsemi og athafnir sem rekast á við óskir þessara hópa. Á sama tíma er reynt að sjá til þess að svæðið henti vel til þeirra athafna sem höfða til markhóps- ins eða markhópanna á svæðinu. Einnig eru bæði framkvæmdir og athafnir á svæðinu háðar skipu- lagi, t.d. lagning slóða og vega og umferð vélknúinna farartækja, m.a. útsýnisflug yfir svæðið. Árekstrar um notkun lands verða ekki síður milli mismunandi atvinnugreina, t.d. ferðaþjónustu og orkuiðnaðar, þótt sums staðar geti þessar greinar vissulega lifað saman í sátt og samlyndi eins og dæmi eru um hér á landi. Sá markhópur sem nú leggur leið sína á hálendi Íslands sækist hins vegar eftir ósnortinni náttúru og hugnast ekki mannvirki eins og virkjanir, lón og raflínur.17,18 Á há- lendinu má því gera ráð fyrir að ferðamennska og iðnvæðing fari að öllu jöfnu ekki vel saman. Þar þarf því að meta virði landsins fyrir þjóðarhag miðað við að land sé notað á mismunandi hátt. Ákvarð- anir um notkun lands eru teknar af samfélaginu í heild og koma fram í skipulagi landsins. Rammaáætlun er hluti af slíku ferli. Á árunum 1992–1999 vann Sam- vinnunefnd um miðhálendi Íslands27 að svæðisskipulagi á miðhálendinu. Þar er sett fram sú stefna að á há- lendinu skuli framkvæmdir almennt vera í lágmarki og náttúra svæðisins varðveitt. Í skipulaginu eru annars vegar skilgreind svæði fyrir orku- framleiðslu og hins vegar ferðaþjón- ustu með mismikilli þjónustu og innviðum. Einnig kemur fram sú stefna að hótel og öll betri þjónusta skuli rísa í jaðri hálendisins. Aðferðir við að meta virði ferðamannasvæða Ýmsar leiðir hafa verið farnar við að meta virði ferðamannastaða og hvernig það virði breytist, enda snertir viðfangsefnið ólík fræðasvið þar sem mismunandi nálgunum er beitt, allt eftir hefð fræðasviðs- ins. Aðstæður á hverjum áfangastað, hvort sem um er að ræða land, landshluta eða minni einingu, eru auk þess svo margvíslegar og stað- bundnar að í raun þarf að sérsníða aðferð að hverju tilviki. Algengt er að nálgast viðfangs- efnið út frá eftirspurn ferðamanna, þ.e. með viðhorfskönnunum meðal ferðamanna þar sem spurt er hvað ferðamönnum finnst athyglisverð- ast á hverjum stað28,29 eða hvað þeir eru tilbúnir til að borga fyrir að heimsækja staðinn.30 Landslags- rannsóknum hefur einnig verið beitt og byggjast þær ýmist á viðhorfum ferðamanna eða sérfræðinga, eða hvorra tveggja.31,32,33 Virði ferðamannastaða hefur einnig verið metið út frá framboði og er þá algengt að beitt sé kerfis- greiningu (e. system approach) þar sem grunnþættir áfangastaðarins eru skilgreindir og flokkaðir til að skilja eiginleika og þar með eðli áfangastaðarins (kerfisins).34–40 Ekki er til neitt almennt samræmt og al- þjóðlega viðurkennt flokkunarkerfi fyrir ferðamannastaði, en hér eru nefnd nokkur þeirra og helstu breyt- urnar í þeim. Crouch og Ritchie41 skilgreindu sex þætti sem þeir töldu 80 3-4#Loka_061210.indd 105 12/6/10 7:22:11 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.