Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn
92
Alaskalúpína
Alaskalúpína (6. mynd) er hávaxin
(50–120 cm) fjölær jurt af belgjurta-
ætt, upprunnin í Norður-Ameríku.59
Hún var fyrst flutt til landsins
árið 1895 og hefur verið notuð til
landgræðslu hérlendis frá því um
miðbik 20. aldar.60,61 Alaskalúpína
hefur einnig verið flutt til Finnlands,
Grænlands, Noregs og Svíþjóðar
og flokkast sem mögulega ágeng í
Finnlandi og Noregi.36 Hér á landi
er hún mjög útbreidd og finnst víða
á láglendi þar sem land er friðað eða
sauðfjárbeit lítil.62
Belgjurtir hafa þann sérstaka
eiginleika að mynda í rótarhnýðum
sambýli við bakteríur af ættkvíslinni
Rhizobium, sem vinna köfnunarefni
úr andrúmsloftinu. Köfnunarefni í
jarðvegi getur þannig byggst upp
er plöntuleifar brotna niður.61 Þessi
eiginleiki gerir lúpínunni kleift að
vaxa í hrjóstrugu landi án áburð-
argjafar og hefur henni þess vegna
verið ötullega dreift um landið frá
því um 1960.63 Hún fjölgar sér
aðallega með fræjum sem þroskast
eftir mitt sumar en fjölgun með rótar-
skotum er sjaldgæf. Fundist hefur
um 10 ára gömul lúpínuplanta með
meira en 100 stöngla en talið er að
plantan geti orðið meira en 20 ára
við hagstæð skilyrði.64 Hver planta
með 25 stöngla getur myndað meira
en 2.000 fræ árlega.65 Þannig mynd-
ast fræbanki í jarðveginum sem
enst getur í mörg ár.66 Fræ dreifast
yfirleitt stutt, eða um 1–3 m frá
móðurplöntunni, nema þar sem
landi hallar eða rennandi vatn er
nálægt. Vísbendingar eru um að fræ
geti borist langar vegalengdir með
vatni, sterkum vindum og fuglum
en aðaldreifingarleiðin hefur samt
sem áður verið sáning manna.60
Alaskalúpínan myndar gjarnan
stórar, þéttar breiður og getur auð-
veldlega vaxið í næringarsnauðum
jarðvegi, svo sem á sendnum svæð-
um þar sem annar gróður á erfitt
uppdráttar. Hún er mun hávaxn-
ari en flestar innlendar plöntur og
hefur því forskot á þær bæði vegna
rótarsambýlisins og aðgangs að
sólarljósi. Alaskalúpínan getur því
víða orðið ágeng á Íslandi.67 Með
niturbindingu breytir alaskalúpínan
efnasamsetningu jarðvegs og fellur
því í flokk ágengra plantna sem
valda hvað mestum vandamálum
á heimsvísu, vegna þess að þegar
þannig plöntur fara yfir gróið land
er ólíklegt að hægt sé að endur-
heimta fyrra gróðurfar.67,68,69
Þegar alaskalúpína tekur yfir
gróðurlendi koma nær undantekn-
ingarlaust fram neikvæð áhrif á teg-
undafjölbreytni.67 Í sumum gömlum
lúpínubreiðum hefur orðið gróður-
framvinda í áttina að graslendi eftir
15–25 ár, en einnig eru dæmi um
að breiður hafi óbreyttan þéttleika
lúpínu eftir 30 ára viðveru. Þar sem
lúpína hefur hörfað fyrir öðrum
tegundum koma helst elftingar og
hávaxnar blómjurtir í staðinn, t.d.
skógarkerfill, vallarsveifgras (Poa
pratensis), blásveifgras (Poa annua),
túnvingull (Festuca richardsonii),
brennisóley (Ranunculus acris),
túnfífill (Taraxacum spp.), túnsúra
(Rumex acetosa), blágresi (Geranium
sylvaticum), vallelfting (Equisetum
pratense), ætihvönn (Angelica arch-
angelica) og geithvönn (Angelica syl-
vestris).67 Þá er mögulegt að koma
upp birki (Betula pubescens) í slegn-
um lúpínubreiðum.70 Á auðnum
og víðáttumiklum melum, þar sem
engan eða sáralítinn gróður er að
finna, getur hún þó aukið til muna
lífmassa og tegundafjölbreytni.71,72
Ávallt skal hafa í huga að lúpína
breytir ásýnd lands til frambúðar.
Það er því ábyrgðarhluti að dreifa
henni og ættu menn einungis að
gera það að vel athuguðu máli
og með langtímasjónarmið í huga,
bæði m.t.t. varðveislu líffræðilegrar
fjölbreytni og landgræðslu. Nauð-
synlegt er að fá samþykki landeig-
anda og meta bæði jákvæðar og
6. mynd. Alaskalúpína. – Nootka lupin (Lupinus nootkatensis). Ljósm./Photo: Róbert A.
Stefánsson.
80 3-4#Loka_061210.indd 92 12/6/10 7:22:04 AM