Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 128 á farveg sem hlykkjast niður Reynis- djúp og virðist beintengdur gljúfri í landgrunnshlíðinni. Á þeim stað er því auðvelt að tengja gljúfrin við gruggstraumavirkni. Annars staðar á svæðinu er það ekki eins auðvelt. Efsti hluti landgrunnshlíðarinnar rétt neðan landgrunnsbrúnar er yfirleitt sléttur þótt þar votti fyrir skriðuförum. Þegar neðar dregur í hlíðunum koma hins vegar í ljós stórskorin gil og gljúfur undan sléttu yfirborði hlíðanna. Með öðr- um orðum er ekki unnt að rekja gil og gljúfur upp að landi, vegna þess að þau virðast nú vera graf- in undir ysta hluta landgrunnsins. Þetta verður ekki skýrt með öðru en því að ysti hluti landgrunnsins sé yngri en gljúfrin og gilin. Við erum vön að hugsa um jökulhlaup sem nútímaviðburði í tengslum við eldvirkni undir jöklum landsins. En þessir viðburðir hafa að sjálfsögðu átt sér stað um langt skeið í jarðsögu Íslands og nær saga þeirra vafalaust til upphafs ísaldar. Reynisdjúps- gljúfur og Mýrdalsjökulsgljúfur eru því að meginhluta mynduð á ísöld þegar jöklar voru miklu umfangs- meiri en nú og höfðu áhrif langt út á það svæði sem nú er landgrunn. Hvenær myndaðist þá núverandi landgrunnsbrún? Öruggar upplýs- ingar um það eru ekki til en allar líkur á að myndunarferlið hafi hafist í upphafi nútíma, fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum. Ef breytingar á sjávar- borði á svæðinu hafa verið í takt við þá þróun sem talin er hafa orðið í Eyjafirði9 og í Faxaflóa,10 þá má ætla að á síðasta jökulskeiði hafi sjávarborð á Suðurlandi staðið talsvert hærra en nú vegna þess að jöklar þrýstu jarð- skorpunni niður. Þegar jöklar hop- uðu reis jarðskorpan og sjávarborð lækkaði. Líkur eru á að sjávarborð hafi um tíma farið töluvert niður fyrir núverandi sjávarstöðu. Þar sem þetta var í lok ísaldar má ætla að mikið framboð hafi verið á lausum jarð- efnum (jökulframburði) sem hlóðust upp meðfram ströndinni og mynd- uðu þannig upphafið að núverandi landgrunnsbrún. Á nútíma (síðustu 10 þúsund árum) hafa setflutningar á landgrunninu haldið áfram að hlaða fram landgrunnsbrúninni eða a.m.k. viðhaldið henni. Hvað eigum við þá að álykta um ríkjandi aðstæður á djúpsævi sunn- an Íslands? Það virðist nokkuð aug- ljóst að þó að hér verði eldgos með jökulhlaupum annað veifið, þá eru ekki stórbrotin ummerki eftir þau í landgrunnshlíðinni sunnanlands. Ætla má að stöku jökulhlaup nái að koma hlaupefni yfir landgrunnið sunnanlands og að mynda grugg- strauma suður frá landinu. Dæmi um þetta væri líklega jökulhlaup/ gruggstraumur niður Reynisdjúp og skriðusárið í mynni djúpsins, sem er stærsta merki um gruggstraum frá landi út á djúpsævi á nútíma. Vísbendingar eru þó um að þessir viðburðir séu nú miklu smærri en hér urðu á ísöld. 3. mynd. Svarthvít mynd af landgrunnsbrún og efsta hluta landgrunnshlíðar á svæðinu ásamt helstu kennileitum. – A closer look at the area of the shelf edge reveals how the relatively smooth upper slope appears to be superimposed on a deeply channeled lower slope. It is suggested that the present shelf and shelf edge are younger than the lower slope. 80 3-4#Loka_061210.indd 128 12/6/10 7:22:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.