Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 39
119 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðrún Helgadóttir og Páll Reynisson Fjölgeisladýptarmælingar – ný sýn á hafsbotninn Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 119–122, 2010 E ingeisla dýptarmælingar (e. single beam echo sounding) eru hinar hefðbundnu bergmáls- dýptarmælingar sem byggjast á að hljóðmerki er sent til botns og endur- varp þess numið. Mæling á fartíma merkisins frá mæli til botns og til baka er síðan notuð til að ákvarða dýpi. Til þess að bergmálsdýptar- mælingar geti verið nákvæmar þurfa því að liggja fyrir upplýsingar um hraða hljóðs í þeim vökva (sjó eða ferskvatni) sem hljóðmerkið fer um. Bergmálsdýptarmælingar hafa verið í notkun frá því fyrir miðja síðustu öld, bæði til fiskileitar og botnmælinga. Þær höfðu til dæmis mikið hernaðarlegt gildi í síðari heimsstyrjöldinni. Á síðustu áratugum tuttugustu aldar urðu þáttaskil í dýptarmæl- ingum á hafsbotni með tilkomu fjölgeislamæla (e. multibeam echo sounder). Fyrsti fjölgeislamælirinn til almennrar notkunar kom á markað seint á áttunda áratugnum. Síðan hafa orðið verulegar framfarir í gerð þeirra, m.a. með tilkomu öflugri tölva og staðsetninga með gervitunglum. Með fjölgeislamæli er sjávardýpi ekki aðeins mælt beint undir skipi líkt og með hefðbundn- um, eingeisla dýptarmæli heldur er dýpið einnig mælt báðum megin skips innan tiltekins geira (1. mynd). Á hverri mælilínu skipsins er á þennan hátt mælt dýpi á breiðu svæði í stað einnar línu. Því fæst í hverri ferð skipsins um mælinga- svæðið mikill fjöldi dýpisgilda sem dreifast jafnt yfir stórt svæði. Afköst fjölgeislamælis eru því margfalt meiri en eingeislamælis. Hin jafna, þétta dreifing dýptargilda, sem fæst með fjölgeislamælingum, gefur síðan möguleika á nákvæmu dýpt- arkorti sem leiðir í ljós landslag hafs- botnsins í mun meiri smáatriðum en eingeislamælingar gefa venjulega færi á. Í þessari grein og nokkrum fleiri sem fylgja í kjölfarið verður leitast við að gera grein fyrir hluta þeirra fjölgeislamælinga sem gerðar hafa verið hér við land á þeim áratug sem liðinn er síðan Íslendingar gátu fyrst framkvæmt mælingar af þessu tagi. Áhersla verður lögð á mæl- ingar Hafrannsóknastofnunarinnar, sem höfundar tengjast, en auk þess verður lítillega fjallað um mælingar Sjómælingasviðs Landhelgisgæsl- unnar. Hér á eftir verður farið yfir tæknina sem liggur að baki fjöl- geislamælingum. Sýnd verða dæmi um notkunina og stiklað á stóru um hvað hefur áunnist í þessum efnum. Í næstu greinum er fyrirhug- að að víkja nánar að kortlagningu einstakra svæða og kynna helstu niðurstöður, sem kunna að höfða til lesenda Náttúrufræðingsins. 1. mynd. Á þessari mynd er sýnt hvernig fjölgeislamælir mælingaskips (Árna Friðrikssonar) sendir mikinn fjölda hljóðgeisla til botns þvert á siglingaleið skipsins. 80 3-4#Loka_061210.indd 119 12/6/10 7:22:17 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.