Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 39
119 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðrún Helgadóttir og Páll Reynisson Fjölgeisladýptarmælingar – ný sýn á hafsbotninn Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 119–122, 2010 E ingeisla dýptarmælingar (e. single beam echo sounding) eru hinar hefðbundnu bergmáls- dýptarmælingar sem byggjast á að hljóðmerki er sent til botns og endur- varp þess numið. Mæling á fartíma merkisins frá mæli til botns og til baka er síðan notuð til að ákvarða dýpi. Til þess að bergmálsdýptar- mælingar geti verið nákvæmar þurfa því að liggja fyrir upplýsingar um hraða hljóðs í þeim vökva (sjó eða ferskvatni) sem hljóðmerkið fer um. Bergmálsdýptarmælingar hafa verið í notkun frá því fyrir miðja síðustu öld, bæði til fiskileitar og botnmælinga. Þær höfðu til dæmis mikið hernaðarlegt gildi í síðari heimsstyrjöldinni. Á síðustu áratugum tuttugustu aldar urðu þáttaskil í dýptarmæl- ingum á hafsbotni með tilkomu fjölgeislamæla (e. multibeam echo sounder). Fyrsti fjölgeislamælirinn til almennrar notkunar kom á markað seint á áttunda áratugnum. Síðan hafa orðið verulegar framfarir í gerð þeirra, m.a. með tilkomu öflugri tölva og staðsetninga með gervitunglum. Með fjölgeislamæli er sjávardýpi ekki aðeins mælt beint undir skipi líkt og með hefðbundn- um, eingeisla dýptarmæli heldur er dýpið einnig mælt báðum megin skips innan tiltekins geira (1. mynd). Á hverri mælilínu skipsins er á þennan hátt mælt dýpi á breiðu svæði í stað einnar línu. Því fæst í hverri ferð skipsins um mælinga- svæðið mikill fjöldi dýpisgilda sem dreifast jafnt yfir stórt svæði. Afköst fjölgeislamælis eru því margfalt meiri en eingeislamælis. Hin jafna, þétta dreifing dýptargilda, sem fæst með fjölgeislamælingum, gefur síðan möguleika á nákvæmu dýpt- arkorti sem leiðir í ljós landslag hafs- botnsins í mun meiri smáatriðum en eingeislamælingar gefa venjulega færi á. Í þessari grein og nokkrum fleiri sem fylgja í kjölfarið verður leitast við að gera grein fyrir hluta þeirra fjölgeislamælinga sem gerðar hafa verið hér við land á þeim áratug sem liðinn er síðan Íslendingar gátu fyrst framkvæmt mælingar af þessu tagi. Áhersla verður lögð á mæl- ingar Hafrannsóknastofnunarinnar, sem höfundar tengjast, en auk þess verður lítillega fjallað um mælingar Sjómælingasviðs Landhelgisgæsl- unnar. Hér á eftir verður farið yfir tæknina sem liggur að baki fjöl- geislamælingum. Sýnd verða dæmi um notkunina og stiklað á stóru um hvað hefur áunnist í þessum efnum. Í næstu greinum er fyrirhug- að að víkja nánar að kortlagningu einstakra svæða og kynna helstu niðurstöður, sem kunna að höfða til lesenda Náttúrufræðingsins. 1. mynd. Á þessari mynd er sýnt hvernig fjölgeislamælir mælingaskips (Árna Friðrikssonar) sendir mikinn fjölda hljóðgeisla til botns þvert á siglingaleið skipsins. 80 3-4#Loka_061210.indd 119 12/6/10 7:22:17 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.