Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 15
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hægt er að stemma stigu við hæ- ruburst staðbundið með því að þekja hana sandi í nokkur ár, brenna hana eða dreifa yfir hana salti. Tilraunir til að fjarlægja hana eða eitra fyrir hana hafa lítinn árangur borið.86 Húshumla Hunangsflugan húshumla (10. mynd) er mjög útbreidd um Evrópu og Asíu, allt austur til Japans, og vestanverða N-Ameríku,91 en er algengust á norðlægum slóðum.92 Fyrsti fundarstaður hennar á Íslandi var á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1979. Hún dreifðist hratt um landið og finnst nú á öllu láglendi og allt upp í 600 m hæð, en sækir sér- staklega í húsagarða, sumarbústaða- lönd, blómlendi, kjarrlendi og skóg- lendi.91,93 Hún flokkast ekki sem framandi í nágrannalöndum okkar36 og hefur verið á undanhaldi víða erlendis, eins og margir aðrir hun- angsflugustofnar.94 Á Íslandi veitir hún hins vegar móhumlu (Bombus jonellus) og garðhumlu (B. hortorum) harða samkeppni og telst því ágeng, en garðhumla er nú því sem næst horfin.91,95 Drottning húshumlunnar (19–22 mm) er áberandi stærri en þernur (12–18 mm) og karldýr (16–18 mm).92 Hún vaknar af vetrardvala í kring- um 20. apríl og gerir sér bú, oftast í jörðu en einnig í vegghleðslum, undir gólffjölum garðhúsa eða á háaloftum.91 Þar hefur hún fram- leiðslu þerna, sem sjá um fæðuöflun og viðhald búsins.92 Á Íslandi er húshumlan háð frjókornum og safa úr víðireklum snemma vors, sérstaklega viðju (Salix borealis) og alaskavíði (S. alaxensis) sem blómg- ast fyrst víðitegunda, en færir sig síðan yfir á margar tegundir blóm- plantna eftir því sem þær blómg- ast.91 Í ágúst hefst framleiðsla nýrra drottninga og karldýra, en þegar haustar drepst gamla drottningin og þernurnar. Eftir að hafa verið frjóvg- aðar af karldýrunum leggjast nýju drottningarnar í dvala í október.91,92 Væntanlega er fátt hægt að gera til að stemma stigu við áhrifum húshumlu á aðrar hunangsflugur á Íslandi. Þekktasta dæmið um ágenga hunangsflugu erlendis eru neikvæð áhrif innfluttrar jarðhumlu (Bombus terrestris) á aðrar hunangs- flugur og gróðurfar í Ástralíu, Jap- an og fleiri löndum en ekki hefur verið reynt að fara í aðgerðir gegn henni.96 Þess skal getið að aukin út- breiðsla og þéttleiki hunangsflugna getur haft áhrif á frjóvgun plantna, sérstaklega framandi plantna sem vantað hefur frjóbera til að ná fótfestu og breiðast út. 9. mynd. Hæruburst myndar mosabreiðu við Gunnuhver á Reykjanesi. – Heath star-moss (Campylopus introflexus) forming a moss carpet at Reykjanes, a high-temperature geo- thermal area in south-western Iceland. Ljósm./Photo: Ásrún Elmarsdóttir, 07.2001. 10. mynd. Þerna húshumlu á Þingvöllum. – The drone of a white-tailed bumblebee (Bombus lucorum). Ljósm./Photo: Erling Ólafsson. 80 3-4#Loka_061210.indd 95 12/6/10 7:22:05 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.