Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 77
157
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kvæði eftir Bjarna
Thorarensen (1786–1841)
Allgóðar lýsingar eru til á gosinu
í Eyjafjallajökli 1821–1823 og þær
hafa verið teknar upp í umræðum
og skrifum um það gos sem nú
er nýafstaðið. Fáir hafa minnst
á kvæði sem þjóðskáldið Bjarni
Thorarensen orti um gosið, en þá
var hann sýslumaður í Árnessýslu.
Bjarni var alinn upp að Hlíðarenda
í Fljótshlíð og hafði því Eyjafjalla-
jökul fyrir augunum öll sín æskuár.
Kvæði hans sýna líka að honum
var Fljótshlíðin afar kær og fjallasýn
þaðan minnisstæð. Nú er ástæða til
að rifja þetta gamla kvæði upp þótt
það geti ekki talist með því besta
sem Bjarni gerði.
Gosið hófst 19. desember 1821.a
Kvæðið er ort eftir að gosið hafði
staðið í rúman mánuð og var mjög
tekið að réna. Margir héldu að það
væri að mestu yfirstaðið. Það hafði
verið tiltölulega meinlítið en þó
höfðu bæði orðið vatnshlaup og
öskufall í byggð en enginn teljandi
skaði. Bjarni sat að Arnarbæli í Ölf-
usi um þessar mundir og hafði gosið
fyrir augunum dag hvern þegar
skyggni var gott. Á þessum tíma
var Kristján VI. konungur Íslands
og Danmerkur. Bjarni var mikill
konungssinni og hafði strangar og
íhaldssamar skoðanir í landsmálum.
Hann vildi heiðra sinn kóng og
orti honum lofkvæði á afmælisdegi
hans, sem var 28. janúar. Honum
var eldgosið ofarlega í huga og datt
því það snjallræði í hug að flétta það
inn í kvæðið og líkja Eyjafjallajökli
við fornskáldin gömlu; hann væri
fyrir hönd Íslendinga að flytja kon-
unginum lofkvæði að fornum sið.
Kvæðið birtist nýort í Klaustur-
póstinum strax í febrúarheftinu
1822.b Bjarni varaði sig ekki á því að
Eyjafjallajökull hafði ekki sagt sitt
síðasta og 26. júní hófst ný goshrina
með gjóskufalli undir Eyjafjöllum, í
Vatnslitamynd af gosinu í Eyjafjallajökli máluð af E. Bruhn. Myndin er gerð í Vestmannaeyjum, Elliðaey sést í forgrunni. Sjá má að jökull-
inn er allur dökkur af gjósku. Sprengigos er í gígnum og öskubólstrar rísa upp af honum en gufumökkur berst með strekkingsvindi til
austurs frá eldstöðinni, ljós á lit og ekkert gjóskufall er sýnt úr honum. Myndin sýnir gosið eins og það var 3. júlí 1822. Þetta er fyrsta
mynd sem sjónarvottur málaði af eldgosi á Íslandi.
Kvæðið Eyjafjallajökull
a Annáll nítjándu aldar. Safnað hefur sjera Pjetur Guðmundsson. 1. bindi 1801–1830. Akureyri 1912–1922.
b Klausturpósturinn, febrúar 1822. Bls. 26–27.
Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 157–158, 2010
80 3-4#Loka_061210.indd 157 12/6/10 7:22:43 AM