Gripla - 20.12.2011, Side 242
GRIPLA242
milli 1686 og 1688, áður en Árni eignaðist handritið við dauða Bartholins
árið 1690.18 AM 77 a fol. (bl. 1–175v) er ritað beint eftir AM 68 fol. en AM
311 4to eftir AM 310 4to. Handritin voru upprunalega ein bók en Árni
skipti henni í tvennt er hann fékk handritið árið 1706 eftir dauða Willums
Worms. Þess vegna telur Loth að Ásgeir hafi skrifað handritin upp fyrir
Árna annaðhvort á árabilinu 1686–88 eða 1697–98.19 Beint eftir glötuðu
skinnbókinni Vatnshyrnu eru rituð 4to-handritin AM 448, 501, 503, 517
og 519.20 Loth telur að Árni hljóti að hafa fengið handritið lánað og látið
Ásgeir skrifa eftir því annaðhvort á árunum 1686–88 eða 1697–98.21 Eftir
glötuðu skinnbókinni Fagrskinnu A er AM 303 4to ritað en AM 301 4to
telur Loth hugsanlega komið óbeint frá skinnhandritinu.22 Öruggt er að
Ásgeir hefur skrifað eftir Fagrskinnu A eftir árið 1688, þar sem Þormóður
hafði þá handritið að láni hjá sér.23 Systurhandritið Fagrskinna B var notað
hefur Ásgeir fyllt eyður í R eftir öðrum handritum. R var í láni hjá Þormóði milli 1682 og
1704 og þess vegna gat Ásgeir hafa skrifað AM 566 a 4to eftir að hann fór til Stangarlands
samkvæmt Má Jónssyni (2009, 285), þ. e. á árunum 1690–97.
18 Stefán Karlsson (1970b, 289–90, 40. neðanmálsgrein) getur þess að AM 505 og 508 4to hafi
verið skrifuð haustið 1688. Samkvæmt Má Jónssyni eru allar uppskriftir Möðruvallabókar
frá tímabilinu 1686–88 (2009, 285) og nánar tilgreint að eftirritun handritsins hafi byrjað
veturinn 1687–88 (1998, 66). Um Fóstbræðra sögu má einnig segja að AM 566 b hefur verið
skrifað fyrr en bl. 176r–208r í Thott 1768 4to vegna þess að í hinu síðarnefnda eru eyður
í texta sem ekki eru í AM 566 b 4to og hafa komið inn í forritið eftir að það hafði verið
skrifað upp (Björn K. Þórólfsson 1925–27, XII–XVII).
19 Samkvæmt Má Jónssyni hefur Ásgeir skrifað þau í fyrri dvöl sinni í Kaupmannahöfn. Síðari
hluti Ólafs sögu helga í AM 77 a fol. og handritið AM 77 b fol. eru hins vegar frá tímabilinu
1688–89 (Már Jónsson 2009, 285) og skrifuð eftir millilið sem Ásgeir skrifaði sjálfur upp
eftir skinnbókinni GkS 1008 fol. Tómasskinnu sem var á Stangarlandi milli 1682 og 1704.
Oscar A. Johnsen og Jón Helgason (1941, 1057) geta þess að fyrri hluti í AM 77 a fol. sé með
hendi Jóns Eggertssonar en ég get ekki betur séð að handritið sé allt með hendi Ásgeirs.
20 Már Jónsson (1997, 119–26) andmælir þó viðtekinni skoðun fræðimanna að AM 501,
503 og 517 4to séu bein afrit Vatnshyrnu. Hann telur hins vegar að þau hafi verið skrifuð
eftir handritum Ketils Jörundssonar (AM 554 a δ 4to Hænsa-Þóris saga, AM 504 4to
Kjalnesinga saga og AM 516 4to Flóamanna saga) eftir að Árni Magnússon hafði leiðrétt
textana sem Ketill skrifaði. Skoðun hans hefur verið mótmælt af Stefáni Karlssyni (2000,
358) og Ólafi Halldórssyni (1999, 247–48).
21 Stefán Karlsson (1970b, 290) getur þess að AM 448 4to sé frá 1687 eða byrjun 1688.
Hugsanlegt er að allt efni úr Vatnshyrnu hafi verið skrifað upp á árunum milli 1686 og 88
eins og Már Jónsson telur (1998, 59–61 og 2009, 285).
22 Þótt AM 301 4to sé lakari uppskrift en AM 303 4to telur Finnur Jónsson (1902–03, VI–X)
að hvort tveggja handritið hafi verið skrifað eftir Fagrskinnu A.
23 Nánar tiltekið milli 1688 og 1689 samkvæmt Má Jónssyni (2009, 285, sbr. Guðvarð Má
Gunnlaugsson 2001, 109).