19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 66

19. júní - 19.06.2015, Page 66
64 | 19. júní 2015 Þessir femínistar þriðju bylgjunnar hafa oft verið kallaðir póstfemínistar og í því orði felst sú hugmynd að skipu lögð barátta kvenna sé ekki lengur nauðsyn­ leg, að nú geti, skuli og verði konur að skilgreina sjálfar sig og berjast fyrir rétt­ indum sínum út frá eigin forsendum, út frá forsendum húðlitar síns, kyn­ hneigðar, samfélagslegrar stöðu sinnar, og svo framvegis. Þetta gerði það að verkum að samstaðan sem einkenndi aðra bylgjuna hvarf og mikið af hinum pólitíska krafti tapaðist. Aðgangur, jafnrétti, fjölbreytileiki og frelsi. Áhrif! Nú þegar ég lít til baka, á ég erfitt með að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem við börðumst fyrir á lokaáratug síðustu aldar og upphafs­ áratug þess arar, einhvern veginn sam­ ein uðumst við afskaplega sjaldan ef aldrei í kringum eitt baráttuefni. Í fyrstu bylgjunni var barist fyrir kosningarétt­ inum; í annarri bylgju var barist fyrir launamálum, dagvistarmálum, fóstur­ eyðingum; í þriðju bylgju: tja, við börðumst bara fyrir því sem okkur datt í hug þann og þann daginn; við börðumst fyrir „frelsinu“. Í hugmyndafræðilegum ólgusjó síðustu aldamóta dó einhvern veginn hugmyndin um pólitíska stéttar­ baráttu og fjöldasamstöðu. Kvenna­ listinn lagði sjálf an sig niður 1998 og hvarf inn í pólitíska vinstri­maskínu og kvennabaráttan var skilin eftir í höndum einstaklinga sem hópuðu sig saman og héldu fundi og skrifuðu greinar. En nú rennur tími fjórðu bylgju femín ismans upp, þegar sem við sam­ þættum það besta úr kvennahreyfingum fortíðar innar og höfnum því versta, von­ andi. Við getum sagt að fyrsta bylgja kvenréttindabaráttunnar hafi snúist um aðgang, aðgang að kosningum, aðgang að menntun, aðgang að borgaralegu samfélagi. Önnur bylgjan snerist um jafnrétti, þið vitið, konur eru líka menn. Og sú þriðja, hún snerist um fjölbreyti­ leika og frelsi. Nú ætla ég að spá því að fjórða bylgj an muni snúast um áhrif. Hvað gerist í samfélagi þar sem konur eru komnar til raunverulegra valda í flest­ um stofnunum samfélagsins og hafa raunveruleg áhrif á stefnumótun, á orðræðuna, á menningarmiðla, á hug­ myndafræði, á framtíð okkar allra? Skellur fjórða bylgjan nú á ströndum okkar? Þrátt fyrir að Norðurlöndin standi langfremst í jafnréttismálum höfum við að miklu leyti fengið hugmyndafræði jafnréttisins frá engilsaxneska heimin­ um. Bríet og skandinavískar stöllur hennar litu til dæmis mjög til súffragett­ anna í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem konur fóru í mótmælasvelti, lærðu bardagalistir og var varpað í fang elsi vegna baráttu sinnar fyrir réttindum kvenna. Hugmyndasmiðir annarrar bylgju nnar komu einnig margir frá Banda ríkjunum, en oft er talið að bókin The Feminine Mystique eftir Betty Frie­ d an sem kom út í Bandaríkjunum 1963 hafi orðið uppspretta þeirrar baráttu. Og svo ef ég held áfram að smætta og einfalda afskaplega flókna kvennasögu, þá skelli ég fram bell hooks og Riot Grrrls og Susan Faludi og Naomi Wolf sem merkisberum póstmódernískrar þriðju bylgju femínisma. Nú er ný bylgja femínismans að skella á ströndum okkar. Og hún kemur frá Bandaríkjunum. Bandarískar konur eru reiðar þessa dagana! Eftir tuttugu ára doða, þegar konur þar í landi héldu að jafnrétti væri náð og að aðeins væri tímaspursmál hvenær konur tækju sinn sess innan stjórnmála og viðskipta­ valdastétta landsins, uppgötvuðu þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.