19. júní


19. júní - 19.06.2008, Síða 17

19. júní - 19.06.2008, Síða 17
15 mjög mikilvæg og hefur skapað gríðarlega mikil verðmæti á Íslandi. Það er mikilvægt að við virkjum mann- og fjárauð bæði karla og kvenna. Fleiri og fleiri sjá einnig þann viðskiptalega ávinning sem felst í því að virkja betur auðinn sem felst í konum hvort sem það er mannauður þeirra eða fjárauður. Konur taka 80% af kaupákvörðunum heimilanna og þær verða sífellt ríkari þannig að kaupmáttur þeirra eða „vald veskisins“ er mikið. Ekkert fyrirtæki hefur efni á að horfa framhjá þessum vaxandi og öfluga hópi. Það sýnir sig líka í fjölmörgum rannsóknum að þau fyrirtæki sem nýta sér mannauð kvenna í lykilstöðum og við mikilvægar ákvarðanatökur skila einfaldlega betri árangri og meiri arðsemi. Þetta hefur verið rannsakað í velflestum löndum í kringum okkur og gildir jafnt um einkafyrirtæki sem fyrirtæki á markaði. Ég held að ekki sé lengur hægt að deila um að svo sé. Því jafnara sem hlutfall karla og kvenna er því betra bæði fyrir fyrirtækin og samfélagið.“ Kvenvinsamlegra viðskiptaumhverfi Halla lauk BS-gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum og MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Garvin Graduate School of International Management (Thunderbird). Hún var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og tók virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Hún stýrði Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, var framkvæmdastjóri verkefnisins Auður í krafti kvenna og var lektor við viðskiptadeild. Halla hóf starfsferilinn í Bandaríkjunum þar sem hún var starfsmannastjóri hjá M&M-Mars Inc. og Pepsi Cola. Kristín er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Handelshöyskolen í Bergen í Noregi. Hún var aðstoðarforstjóri hjá Kaupþingi Singer & Friedlander í London til ársloka 2006 og átti þátt í því að umbreyta gamaldags og rótgrónum breskum banka í nútímalegt fjármálafyrirtæki. Hún átti einnig stóran þátt í að gera Kaupþing að stórum alþjóðlegum banka en þegar hún hóf störf var það lítið verðbréfafyrirtæki. Kristín var framkvæmdastjóri Fjárstýringar og sá alfarið um fjármögnun bankans. Áður starfaði Kristín um tíma hjá Statoil í Noregi, hjá Skeljungi og hjá Íslandsbanka. Þær Halla og Kristín hafa því báðar mikla reynslu af störfum tengdum fjármála- og viðskiptageiranum og hafa náð gífurlegum árangri á sínu sviði. Kom aldrei til greina að breyta karllægum gildum og hefðum innan frá fremur en að stofna til þess eigið fyrirtæki? „Það er tvennt í þessu,“ segir Kristín. „Þegar talað er um að viðskiptalífið sé ekki kvenvinsamlegt er það ekki Kristín Pétursdóttir og Halla Tómasdóttir hjá Auði Capital eru eldhugar Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Bára Kristinsdóttir

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.