19. júní


19. júní - 19.06.2008, Side 40

19. júní - 19.06.2008, Side 40
38 eiginmönnum sínum við strand togarans stóðu uppi bjargarlitlar. Laufey Valdimarsdóttir hafði þegar hafið baráttu fyrir því réttlætismáli að ekkjur nytu styrkja frá hinu opinbera og flutt erindi um það efni á fundi Kvenréttindafélagsins og birt það í 19. júní haustið 1927. Mæðrastyrksnefnd og KRFÍ tengd sterkum böndum Kvenréttindafélagið hafði einnig frumkvæði að því að boða fulltrúa annarra kvenfélaga á fund og koma á samvinnu um að undirbúa frumvarp um mæðrastyrki. Sent var bréf til um tvöhundruð og fimmtíu kvenfélaga og einstakra kvenna um allt land ásamt skýrslueyðublöðum sem einstæðar mæður skyldu útfylla til að hægt væri að kanna kjör þeirra. Í ljós kom að aðeins um helmingur þeirra sem útfylltu spurningablaðið nutu meðlags. Árið 1939 var nefndin endurskipulögð og gerð að sjálfstæðri stofnun. Saga nefndarinnar hefur alla tíð verið barátta fyrir bættri félagsmálaþjónustu og betri kjörum mæðra. Laufey Valdimarsdóttir var óþreytandi 1915 og sama ár stóð félagið fyrir fundi í Bárunni ásamt Hinu íslenska kvenfélagi þar sem Lárus H. Bjarnason prófessor talaði um hjúskaparlöggjöfina og lög um óskilgetin börn. Í Veröld sem ég vil segir að ekki sé nokkur vafi á að konur í Kvenréttindafélaginu hafi fylgst náið með löggjöf á Norðurlöndum á sviði sifjaréttar og litið til hennar með það fyrir augum að koma á svipuðum réttarbótum hér. Barátta Bríetar og Ingu Láru Lárusdóttur fyrir úrbótum á þessu sviði skilaði svo árangri árið 1921 þegar sett voru lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Með þeim fengust töluverðar réttarbætur fyrir mæður því samþykkt var að hið opinbera greiddi með þeim meðlag hvort sem faðirinn endurgreiddi eður ei. Á sama tíma fengu óskilgetin börn einnig erfðarétt eftir föður sinn og föðurfrændur og var Ísland leiðandi í því máli því fmmtíu ár áttu eftir að líða áður en Svíar settu lög um sama efni. Þetta er umhverfið sem Mæðrastyrksnefnd er stofnuð í og þessar fimmtán ekkjur sem í einu vetfangi höfðu verið sviptar

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.