Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 8
5
Kirkjuþing þjóðkirkju íslands hið 19. i röðinni var háð i
Reykjavik dagana 25. október til 3. nóvember 1988.
Það hófst með messu i Bústaðakirkju i Reykjavik, þriðjudaginn
25. október kl. 14. Gunnlaugur Finnsson kirkjuráðsmaður
predikaði en altarisþjónustu önnuðust vigslubiskuparnir, sr.
Ólafur Skúlason og sr. Sigurður Guðmundsson. Kirkjukór
Bústaðakirkju söng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson,
einsöngvari var Einar Örn Einarsson.
Að lokinni messu hófst fyrsti fundur þingsins i safnaðarsal
Bústaðakirkju. Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson
flutti þingsetningarræðu sina og setti þingið.
Þinasetningarræða herra Péturs Siaurgeirssonar biskups.
Hæstvirti kirkjumálaráðherra, Halldór Ásgrimsson, dr.
Sigurbjörn Einarsson biskup, ráðuneytisstjóri Þorsteinn
Geirsson, virðulegir gestir, starfsbræður og systur,-
háttvirta Kirkjuþing.
Ég býð ykkur öll velkomin til þingsetningar. Ég þakka
guðþjónustuna, sem fram fór, þakka Gunnlaugi Finnssyni,
kennara og kirkjuráðsmanni fyrir predikun hans,
vigslubiskupum, séra Ólafi Skúlasyni og séra Sigurði
Guðmundssyni altarisþjónustu þeirra, organista, einsöngvara
og kórfélögum söng og orgelleik. Guðþjónusta og altarisganga
i upphafi Kirkjuþings er okkur mikils virði.
í dag fögnum við sérstaklega nýskipuðum kirkjumálaráðherra,
Halldóri Ásgrimssyni. Þegar hann tók við þessu nýja embætti
sinu, var hann spurður um afstöðu sina til kirkjumála. Um það
hafði hann ekki mörg orð, en þeim mun innihaldsrikari. Hann
sagðist vilja gera kirkjuna sem sjálfstæðasta.
Hinn nýj i ráðherra okkar er kunnur að því að vilja styðja
kirkju og kristni til áhrifa i þjóðfélaginu, veri hann
hjartanlega velkominn i hið háa embætti.
Þá vil ég leyfa mér að bera fram einlægar þakkir til
fráfarandi kirkjumálaráðherra, Jóns Sigurðssonar. Hann lét
kirkjunnar mál mjög til sin taka og var góður málsvari og
fulltrúi kirkjunnar, bæði i orði og verki. Sérstaklega þakka
ég fulltingi hans að framgangi kirkjumála á Alþingi, sem hafa
bætt hag kirkjunnar og gefið henni aukna möguleika til
starfa.
Á þessu ári eru nokkur timamót í sögu Kirkjuþings. Það er nú
30 ára. Á Alþingi 1955-6 bar þáverandi kirkjumálaráðherra
Steingrimur Steinþórsson fram frmv. til laga um Kirkjuþing.
Það náði ekki fram að ganga. Á næsta þingi tók eftirmaður
hans i embætti sem og forsætisráðherra Hermann Jónasson málið
upp og var það gert að lögum vorið 1957.