Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 128
125
prestakalli eða öðrum prestakölluin í samráði við hlutað-
eigandi sóknarprest og að annast tiltekin verkefni án
viðbótarlauna en greiðslu kostnaðar. Ráðherra ákveður, að
fengnum tillögum biskups, hvaða prestsembætti skuli falla
undir þetta ákvæði og hver skuli vera vinnuskylda þeirra til
viðbótar sóknarprestsstarfi.
23. gr.
Sóknarpresti er skylt að taka að sér aukaþjónustu
sókna innan prófastsdæmis, ef þörf krefur, samkvæmt boði
biskups gegn launum samkvæmt 26. gr. laga nr. 38/1954.
24. gr.
Nú er kirkja á prestssetursjörð, og skal prestur þá
hafa umsjón með henni í samvinnu við sóknarnefnd. Ef prestur
situr ekki prestssetursjörð, skal ábúanda skylt, að ósk
sóknarnefndarmanna að hafa eftirlit með slikri kirkju.
25. gr.
Sóknarprestur skal að jafnaði sitja sóknarnefndarfundi
sbr. lög um kirkjusóknir o.fl. nr. 25/1985, 17. gr. Hann á
sæti á héraðsfundum og er skylt að sækja þá. Þá er honum að
forfallalausu skylt að sitja fundi, er biskup og prófastur
boðar hann til.
26. gr.
Nú ris ágreiningur milli presta um rétt eða skyldu
þeirra til tiltekinnar þjónustu, ber þá viðkomandi prófasti
að leita sátta í málinu. Ef niðurstaða næst ekki leggur hann
málið fyrir biskup til úrskurðar.
V. kafli. Um prófasta.
27. gr.
Kirkjumálaráðherra skipar prófasta úr hópi þjónandi
presta i prófastsdæminu með ráði biskups, er leitað hefur
áður álits þjónandi presta i prófastsdæminu og þriggja
fulltrúa leikmanna, sem kosnir eru á héraðsfundi til fjögurra
ára i senn, þó ekki fleiri en þjónandi prestar eru i
prófastsdæminu. Sóknarpresti er skylt að takast á hendur
prófastsembætti. Biskup getur falið presti eða nágranna-
prófasti að gegna prófastsembætti um stundarsakir, ef sér-
staklega stendur á, svo sem vegna fjarveru prófasts eða
veikinda hans, eða vegna þess að prófasts missir við.
Nú lætur prófastur af prestsembætti i prestakalli, og
verður prófastsembætti þá laust. Nú telur prófastur sér
óhægt að gegna embættinu vegna veikinda eða af öðrum sér-
stökum persónulegum ástæðum, og er þá heimilt að leysa hann
undan þvi embætti, þótt hann gegni prestsembætti sinu eftir-
leiðis.