Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 46
43
3 . -
kirkjan að hafa hugfast á hverri tíð. Kirkjan hlýtur að stað-
aldri að láta fræðslumál almennt til sín taka og sýna þeim
efnum tilskilinn áhuga. Minna má á, að Þjóðkirkjan hefur átt
frumkvæði að rekstri og jafnvel grundvöllun almennra fræðslu-
stofnana nú á dögum. Það framtak hefur gefið góða raun, þegar
haglega var að málum staðið, - og getur enn reynzt vel á kom-
andi tíð. Mest er þó vert um hitt, að kirkjan líti á sig sem
menntastofnun, er ekki lætur sér neitt mannlegt óviðkomandi,
heldur eykur hlut sinn í umræðu um húmanísk efni yfirleitt.
Til þess síðan að vinna úr ályktun Kirkjuþings verður Þjóð-
kirkjan með nokkrum hætti að meta stöðu, innihald og vægi
menntunar og skólastarfs í landinu á yfirstandandi öld.
Að hve miklu leyti þjónar skólinn hugmyndum kirkjunnar um
menntun og þroska? Leita verður svars við þeirri heildstæðu
spurningu. Þegar svarið er fundið, má kirkjuna ekki bresta
áræði eða heilbrigða sjálfsvitund til að bera svarið fram.
Komi það í ljós, að skólinn (grunnskóli og/eða framhaldsskóli)
vinni gegn kristnum grundvallarhugmyndum varðandi mannskilning,
samfélagssnið eða heimsskoðun, hlýtur kirkjan að gagnrýna skól-
ann afdráttarlaust. ITitt, sem vel fer, skal þá eigi síður
dregið fram, - enda bendi kirkjan á kristnar rætur margra
þeirra verðmæta, sem nú á dögum teljast sjálfsagður hluti af
erfðagóssi aldanna og eru e.t.v. þökkuð "upplýsingu',' "lýðræði"
eða "velferðarríkiy en hefðu aldrei litið dagsins ljós nema
fyrir tilverknað Jesú Krists og lærisveina hans.
Hér skal að lyktum enn vísað til þriðja þáttar þessa bréfs.
111
Kirkjufræðslunefnd liefur um ára bil hvatt til samræmingar
kristinnar fræðslu, heildstæðrar hugsunar um þau efni og auk-
inna átaka. A þessu ári fagnar Þjóðkirkjan stofnun Fræðslu-
og þjónustudeildar kirkjunnar. 1 tilefni af þessari nýlundu
árnaði Kirkjufræðslunefnd Kirkjuráði heilla á fyrra hausti.
Darst ráðinu hamingjuósk nefndarinnar hinn 12. nóvember 1907,
sbr. bókun Kirkjuráðs þar að lútandi. Kirkjufræðslunefnd
áréttar gleði sína nú.
Alyktanir Kirkjuþings 1987 um kirkju og skóla hljóta nú að
fara í hendur nýráðins fræðs1ustjóra kirkjunnar. Kirkjufræðs1u-
nefnd lýsir sig fúsa til samvinnu við hann um frekari afgreiðslu