Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 179
176
1988
19. Kirkiubina
10. mál
T I L L A G A
til binqsálvktunar um kir-kiulega meiminqarmiðstöð
á Hólinn í Hialtadal
Frsm. og flm. Sr. Árni Sigurðsson
19. Kirkjuþing samþykkir að fela Kirkjuráði að vinna að því
að á Hólum i Hjaltadal verði komið á fót menningarmiðstöð þar
sem fram fari námskeið um málefni kirkjunnar.
GREINARGERÐ I,
Tillagan er byggð á eftirfarandi nefndaráliti, er á sínum
tíma var sent biskupi og Kirkjuþingi til umsagnar.
Nefndarálit.
Nefnd skipuð, til þess að kanna framtiðarstarf á vegum hinnar
íslensku Þjóðkirkju að Hólum i Hjaltadal, hefir komist að
eftirfarandi niðurstöðu: Nefndinni er ljóst, að hér er ekki
um tæmandi upptalningu að ræða, og að margt fleira getur
komið til greina en það, sem bent er á hér á eftir.
1. Að Hólum verði komið á fót kirkjulegri menningarmiðstöð
(Evangeliskri Akademiu), er vinni i kirkjulegum og
þjóðlegum anda. Reynt verði að ná til sem flestra
þjóðfélagshópa, án tillits til stjórnmála, kirkjudeilda
og kynþátta.
2. Kirkjulega menningarmiðstöðin að Hólum er þing- og
námsstaður i beinum tengslum við Þjóðkirkju íslands, er
starfar í evangeliskum - lutherskum anda. Umburðarlyndi
og kristileg ábyrgð er grundvöllur starfsins.
3. Starfsemin fer fram i stofnun, sem reist er á vegum
Þjóðkirkjunnar að Hólum í Hjaltadal. Hún er reist og
rekin með ríkisframlagi, opinberum styrkjum,
þátttökugjaldi og frjálsu framlagi.
4. Stofnunin er undir beinni yfirstjórn hinnar íslensku
þjóðkirkju, er hefir nefnd sér við hlið, skipaða
fulltrúum frá Kirkjuráði, Prestafélagi hins forna
Hólastiftis, Hó1afé1aginu, Fjórðungssambandi