Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 28
25
Álvktun allsheriarnefndar um Skálholt
19. Kirkjuþing ályktar eftirfarandi varðandi málefni
Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla sbr. skýrslu Kirkjuráðs.
1. Þingið fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur varðandi
aðalskipulag Skálholtsstaðar. Það telur mikilvægt að
skipulag gefi sveigjanlegan möguleika til að samhæfa
alla starfsemi, sem fyrirhuguð er i Skálholti. Þegar til
lengri tima er litið. Þingið telur rétt, að gert sé ráð
fyrir töluverðri byggð heima á staðnum.
Þingið telur rétt að mögulegt verði i deiliskipulagi að
gera ráð fyrir ibúða eða húsum embættismanna kirkjunnar
sem látið hafa af störfum. Þingið telur að til greina
komi að starfsmenn kirkjunnar geti átt athvarf i
orlofsbúðum i landi Skálholts.
2. Þingið er i meginatriðum sammála þeim sjónarmiðum, sem
fram koma i áliti nefndar, sem gera átti tillögur um
framtiðarstarfsemi Skálholtsskóla, og hvetur til, að
nauðsynlegt könnunar- og undirbúningsstarf verði unnið
sem fyrst og ráðinn til þess sérstakur maður.
3. Þingið lýsir ánægju sinni með ákvarðanir Kirkjuráðs sbr.
fyrstu kafla fylgiskjals nr. 3, liði 1-8 i skýrslu
Kirkjuráðs. Þingið leggur áherslu á að með vaxandi
umsvifum á Skálholtsstað er nauðsynlegt að sami aðili
taki ákvarðanir og sá sem ábyrgð ber i fjárhagslegu og
menningarlegu tilliti, og að samhæfing allra þátta
starfseminnar lúti einni yfirstjórn.
Þingið felur Kirkjuráði að taka ákvörðun i skipulagsmálum,
sem og í öðrum efnum, i ljósi þeirra umræðna, sem fram fara á
þinginu.
Við aðra umræðu um skýrslu Kirkjuráðs kom fram hjá sr.
Þórhalli Höskuldssyni að hann telur að fjalla hefði þurft
betur um 28. og 29. mál Kþ. 1986. Sr. Þórhallur óskaði
eftirfarandi bókunar:
"Undirritaður litur svo á að Kirkjuráð hafi enn ekki
lokið afgreiðslu á 28. og 29. máli Kirkjuþings 1986 um
skattamál einstaklinga og hjóna og um lánamál
einstaklinga og hjóna til húsbygginga og húsakaupa og
bendir sérstaklega á tillögur i fylgiskjali nr. 12 (með
skýrslu Kirkjuráðs) um áframhaldandi umfjöllun þessara
mála."
Að loknum umræðum var nefndarálit allsherjarnefndar samþykkt
samhljóða svo og ályktun um Skálholt sem fylgdi skýrslu
Kirkjuráðs.
(ath. fskj. nr. 12)