Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 173
170
í 1. tölul. er vikið að opinberum skemmtunum og sýningum þar
sem fram fer, sbr. a-lið 1. tölul., dans, fjölleikasýningar,
reviusýningar og aðrar svipaðar sýningar, eða sbr. b-lið 1.
tölul., leiksýningar, ballettsýningar, kvikmyndasýningar,
söngskemmtanir og hljómleikar, dans- og leikfimisýningar. Til
viðbótar þvi eru svo ákvæði 3. og 4. tölul. um skemmtanabann,
en skemmtun þarf ekki að vera opinber að því er varðar 3.
tölul.
Vafi getur leikið á þvi hvernig skýra eigi hugtakið opinber
skemmtun eða sýning skv. 4. gr. í 4. gr. er ekki skýr
greining á þessu. Hér er miðað við að skemmtun, sýning o.fl.
sé opinber ef aðgangur að henni er frjáls fyrir almenning eða
óákveðinn hóp manna eða fyrir félagsmenn og boðsgesti þeirra
þegar félag, samtök manna eða stofnun gengst fyrir samkomu,
sýningu eða fundi eða öðru þvi sem hænir að mannsöfnuð.
Skiptir ekki máli i þvi sambandi hvort aðgangseyrir er
krafinn eða ekki og gegnir einu hver fundar-, sýningar- eða
samkomustaður er eða hvort hann er utan húss eða innan. Þetta
hugtak hlýtur að mótast af lagaframkvæmd, en rétt væri að
afmarka það nánar í stjórnvaldsreglum, sbr. 8. gr.
í 2. tölul. eru ákvæði um markaði, vörusýningar,
verslunarstarfsemi og viðskipti. Auk verslana falla undir
þetta ákvæði bankar og sparisjóðir, verðbréfaviðskipti,
fasteignasölur o.fl. Sérákvæði, er víkur frá þessu banni, er
svo i 1. tölul. 5. gr. Lög, er varða opnunartíma sölubúða,
gætu mælt fyrir um aðra hætti i þessu sambandi.
í 3. tölul. er vikið að skemmtunum þar sem happdrætti eða
bingó eða svipuð spil eru höfð um hönd. Þykir rétt að hafa
sérákvæði um það efni. Hér getur verið um einkasamkvæmi að
ræða, þ.e. ekki þarf skemmtun að vera opinber.
í 4. tölul. eru skemmtanir á opinberum veitingastöðum o.fl.
bannaðar. Hér er þó ekki talað um opnun slikra veitingastaða
og ekki um áfengsiveitingar, sbr. reglugerð nr. 335/1983, 7.
gr. Hótelstarfsemi sem slik á heldur ekki undir þennan
tölulið.
Um 5. gr.
Greinin felur i sér nánari afmörkun á þeirri starfsemi, sem
4. gr. spornar almennt við. Með ákvæði 1. tölul. er viss
sölustarfsemi þegin undan banni 4. gr. á öðrum helgidögum en
þeim er greinir i 2. tölul. 2. gr. Sbr. hér til athugunar 2.
gr. laga nr. 45/1926. Með ákvæðum 2.-4. tölul. er lagt til að
listsýningar, sýningar er varða visindi o.fl. svo og samkomur
um listræn efni og hljómleikar verði leyfilegir einnig á þeim
dögum er greinir í 2. tölul. 2. gr., en þó ekki fyrr en eftir
kl. 15. Um listasöfn og bókasöfn gegnir hinu sama. Gert er
ráð fyrir að i stjórnvaldsreglum, sbr. 8. gr. , verði nánari
ákvæði um þessi efni.
Um 1. tölul.
Þótt verslun hafi á boðstólum aðrar vörur en brauð og mjólk