Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 161
158
Við undirritaðir kirkjuþingsxnenn á 19. Kirkjuþingi hinnar
islensku Þjóðkirkju, sem haldið er i Reykjavik i okt. - nóv.
1988, viljum benda á eftirfarandi viðvikjandi framkomnu
frumvarpi til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma.
Margt i framangreindu frumvarpi miðar að þvi að
fella starfshætti kirkjunnar að breyttum aðstæðum
og aðlaga þá nútimanum. Á það einkum við hvað
varðar breytta prestakallaskipan á suð-vestur horni
landsins. ± þvi sambandi má benda á nauðsyn þess að
stofna nýtt prestakall i Reykjavik og tilfærslu
sókna þar og á Reykjanesi m.a. vegna hinna öru
búferlaflutninga þangað á undanförnum árum. Fleira
mætti nefna þessu frumvarpi til ágætis m.a. það sem
miðar að betri og virkari starfsháttum, svo sem gr.
6.6. um samstarf presta og gr. 6.7. um
niðurfellingu á tvimenningsprestaköllum og m.fl.
Aftur á móti gegnir öðru máli um, hvað varðar
landsbyggðina. Við erum þvi andvig, að fækkað verði
fleiri prestaköllum en orðið er. i þvi sambandi
viljum við benda á þá staðreynd að i stað niðurlags
prestsembttis, skapast autt rúm i starfsmannahóp
kirkjunnar úti á landsbyggðinni, sem ekkert kemur i
staðinn fyrir. ± annan stað er það skilningur
okkar, að kirkjunni beri eigi siður skylda til þess
að þjóna hinum fámennari en hinum fjölmennari
sóknum.
Söfnuðum dreifbýlisins sem og öllum þjóðræknum
islendingum er mjög i mun, að prestssetur, sem um
aldaraðir hafa varpað ljóma á sögu lands og þjóðar
fái að halda stöðu sinni með þjóðinni, þrátt fyrir
timabundið fámenni i sveitum landsins.
Hins vegar viljum við benda á, að nauðsyn getur
rekið til þess að færa til sóknarmörk þar, sem á
þéttbýlissvæðum landsins, en þá eingöngu með
meirihluta vilja safnaða og presta.
Við teljum versnandi aðstæður i landsbyggðarmálum,
eigi gefa tilefni til fækkunar starfsmanna hins
opinbera úti á landsbyggðinni.
Við viljum benda á, að til lausnar á þeim ákvæðum
frumvarpsins sem kveða á um fækkun presta, beri að
fela prestum þeim, sem skipa fámennustu
prestaköllin, aukin verkefni i fjölmennustu
prestaköllum prófastsdæmanna, til þess m.a. að nýta
starfskrafta þeirra og spara útgjöld rikissjóðs.
Einnig gæti komið til nokkur kennsluskylda i
kristindómsfræðslu.
Við lýsum furðu okkar á þessu frumvarpi, hvað
varðar fækkun starfsmanna kirkjunnar úti um hinar