Gerðir kirkjuþings - 1988, Qupperneq 184
181
ályktaði Kirkjuráð á fundi sínum árið 1972 eftirfarandi:
"a) Múrinn umhverfis kirkjugarðinn er að falli kominn og
er það þjóðinni til vansæmdar, ef ekki verður myndarlega
að gert hið bráðasta. Er óhjákvæmileg nauðsyn, að veitt
verði fé úr rikissjóði til þessara framkvæmda. b)
Upphitun kirkjunnar hefur verið alls ófullnægjandi og
verður ekki við það unað. Einnig vill kalk úr lofti
kirkjunnar losna og veldur það lýtum." Eins og að framan
er greint, hefir kirkjugarðurinn, þ.e. múrinn umhverfis
kirkjuna, er byggður var árið 1910, stungið mjög i augu,
er komið var heim á staðinn, undanfarin ár. Viðast hvar
höfðu myndast sprungur i hann og framan við kirkjuna var
hann að hruni kominn. Augljóst var þvi, að hefjast yrði
handa um byggingu nýs garðs. Var samþykkt á aðalfundi
Hólafélagsins, þann 13. ág. 1972 að félagið beitti sér
fyrir málinu og var i þvi skyni sótt um fjárveitingu til
Alþingis, að upphæð kr. 1.200.000.- og voru félaginu
veittar krónur 800.000.- til verksins á fjárlögum árið
1974. Næsta ár eða á yfirstandandi ári, var farið fram á
sömu upphæð, en veittar kr. 800.000.-. Var höfð að
nokkru viðmiðun að árlegri fjárveitingu til
Skálholtsstaðar, sem um langt árabil hefur notið
fjárveitingu, að upphæð kr. 1.200.000.-, auk mikilla
gjafa utan lands og innan. í júli árið 1974 var hafist
handa um byggingu garðsins og er hann nokkuð á veg
kominn. Er suðurhlið garðsins lokið og nokkuð af
vesturhlið hans. Endanlega var ákveðið, að hlaða garðinn
úr isl. grjóti, er sótt er út á Skaga i hinar svonefndu
Mallandsskriður, en þar er hið besta hleðslugrjót.
Fenginn var garðyrkjumaður syðra, er vann ásamt tveim
aðstoðarmönnum að garðinum seinni hluta s.l. sumar.
Sóttist verkið mjög vel og eru allir mjög ánægðir með
allan frágang garðsins. Unnið var fyrir kr. 1.500.000.-
á s.l. sumri en kr. 700.000.- lánaði kirkjugarðsjóður.
Tel ég nauðsyn á að verkið geti haldið áfram á þessu
sumri og hefi ég reynt að fá viðbótarfyrirgreiðslu hjá
kirkjugarðasjóði. Einnig verður nauðsynlegt að fá hærri
fjárstyrk frá Alþingi á næstu árum til uppbyggingar
staðarins. Samkv. upplýsingum verkstjóra er erfitt að
gera sér grein fyrir loka kostnaði við gerð garðsins nú
á þessum viðsjálu timum.
Biskupsstóllinn:
Eins og áður er getið er eitt höfuð markmið
Hólaf élagsins, endurreisn biskupsstóls á Hólum. Æ
háværari raddir eru uppi hér Norðanlands um endurreisn
stólsins og margir hafa lýst stuðningi sinum við þetta
markmið Hólafélagsins í ræðu og riti. Vér teljum, að
biskupsstóll á Hólum og staðurinn sjálfur séu
órjúfanlegir þættir i sögu Norðurlands. Undanfarin
kirkjuþing hafa gert samþykktir og sent hinu háa Alþingi
þar að lútandi, Þar sem kveðið er á um, að biskupar
skuli vera þrir í landinu, Reykjavíkurbiskup,
Skálholtsbiskup og Hólabiskup. Rökrétt er að hugsa sér
að biskups sitji að stóli á Hólum. Staðurinn er
miðsvæðis Norðanlands og samgöngur heim á staðinn fara
batnandi ár frá ári. Auðvelt er að koma á viðhlitandi