Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 183
180
manna og stétta, þar geti menn hist og lært að bera virðingu
fyrir skoðunum annarra. Akademian byggir á þeirri gömlu
vitund mótmælenda að frelsi i skoðunum og frelsi til
tjáningar sé grundvallaratriði i öllum mannlegum samskiptum.
Samkvæmt kenningu Lúthers skiptir starf hins kristna manns
verulegu máli. Maðurinn þjónar Guði með þvi að þjóna öðrum
mönnum, þ.e.a.s. starfið á að vera slík guðsþjónusta. Þess
vegna lögðu akademiurnar áherslu á að kalla saman
starfstéttirnar. Með þvi tekst einnig að gera leikmenn
virkari en ella og hæfari til starfa.
Akademiurnar hafa ætið haft að markmiði að hafa sem nánast
samband við atvinnulifið og raunar menningarlifið i heild.
Við listamenn, rithöfunda, við kennara og uppalendur, svo og
aðra er áhrif hafa úti i þjóðfélaginu. En jafnframt að
viðhalda sem traustasta sambandi við kirkjuna inn á við: við
söfnuði, starfsfólk kirkjunnar o.s.frv. Einnig rækja þær
sambönd sin á milli.
Hugmyndin um menningarmiðstöð á Hólum er i fullu samræmi við
tillögu sem samþykkt var á Kirkjuþingi 1986 og er hér bent á
hana, sem hugsanlegan farveg hugmyndarinnar, ef svo má að
orði komast. Kirkjuþing 1986 ályktaði á þessa leið:
"Efling kirkjulegs starfs og kristinnar trúar hér á landi nú
og á komandi árum skal vera meginmarkmið hátiðarhalda, vegna
þúsund ára afmælis kristnitökunnar (Gerðir Kirkjuþings 1986,
bls. 65). í sömu ályktun er vikið að eflingu menningarstarfs
á hinum fornu biskupsstólum í Skálholti og á Hólum. Það er
þvi augljóst að sú tillaga sem hér er sett fram um kirkjulega
menningarmiðstöð á Hólum er í fullu samræmi við tillögur
Kirkjuþings frá 1986.
Það er von f1utningsmanns þessarar tillögu að
menningarmiðstöð megi risa á Hólum. Þar er i raun allt til
staðar. Komast mætti að samkomulag við skólastjóra og
skólanefnd bændaskólans um afnot af skólahúsi á sumrum er
skólahald liggur niðri, einnig um afnot barnaskólahúss á
staðnum, hvorttveggja til námskeiða og ráðstefnuhalds. í
framtiðinni mætti ætla að kirkjan kæmi sér upp félagslegri
aðstöðu i samræmi við megintilgang þessarar tillögu. Á Hólum
er nú verið að leggja siðustu hönd á lagfæringu Hóladómkirkju
að innanverðu. Verður hún ætíð veigamikill þáttur i þeirri
menningarstarfsemi sem hér er rætt um.
Hin kirkjulega menningarmiðstöð sem rætt er um i tillögunni,
nær yfir mjög viðtækt svið menntunar og starfsþjálfunar. Hér
er um að ræða nýja tegund menntunar, sem rutt hefir sér til
rúms hér á landi á skömmum tíma, m.a. fullorðinsmenntun eða
endurmenntun og hverskyns námskeið. í þvi sambandi má minna
m.a. á þá starfsemi (námskeiðahald) sem farið hefir fram að
Löngumýri i Skagafirði undanfarin ár með mjög góðum árangri.
Samskonar tillaga kom fram á siðasta Kirkjuþingi um stofnun
menningarmiðstöðvar i Skálholti.
Var hún samþykkt samhljóða.