Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 172
169
Athugasexndir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Hér er lagt til, að sérstakt ákvæði verði um tilgang laganna
og er það nýmæli. Getur það haft almennt gildi um viðhorf
löggjafans til þessara mála auk þess sem það ákvæði getur
komið að gagni almennt við lögskýringu á einstökum ákvæðum.
Um. 2. gr
í gildandi lögum er ekki ákvæði um það hverjir dagar séu
helgidagar þjóðkirkjunnar og er það ágalli. Úr þessu er bætt
með þessu ákvæði frumvarpsins.
Svo sem fyrr er greint er ekki lagt til að breyting verði
gerð á þvi hverjir dagar séu helgidagar, en hins vegar felast
vissar breytingar á friðunartíma i frumvarpsgreininni.
1. Friðunartimi sunnudaga, nýársdags, skirdags, annars dags
páska, hvítasunnu og jóla, svo og uppstigningadags er
samkvæmt frumvarpinu kl. 10 til 15, en er samkvæmt
gildandi lögum kl. 11 til 15. Stafar þetta af þvi að
messutimi hefur nokkuð breyst og eru messur kl. 10 nú
tíðkanlegar að vissu marki.
2. Ákvæði 2. og 3. tölul. eru í samræmi við lög og venjur.
3. Ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 45/1926 um bann við
skemmtunum laugardaga fyrir páska og hvitasunnu er ekki
i frumvarpinu af ástæðum sem áður eru greindar.
Um 3. gr.
Ákvæði þetta, er leggur bann við að trufla guðsþjónustu eða
aðrar kirkjuathafnir, er svipaðs efnis og 3. mgr. 122. gr.
almennra hegningarlaga, en virðist þó eiga hér einnig heima.
Það er til viðbótar 2. gr. að þvi leyti að guðsþjónusta eða
önnur kirkjuathöfn nýtur verndar, þótt hún fari fram utan
hins markaða friðunartíma skv. 2. gr. Þá er ákvæðið að sínu
leyti viðbót við t.d. 4 gr. með þvi að ekki skiptir máli
hvers konar starfsemi eða háttsemi um er að ræða ef hún
truflar guðsþjónustuhald o.fl. Oftast mundi háttsemin fara
fram i grennd við kirkju, en ekki þarf það þó að vera.
Um 4. gr.
í þessu ákvæði eru settar fram hinar almennu reglur um
starfsemi sem óheimiluð er meðan helgidagafriður rikir skv.
2. gr. Frá banni 4. gr. eru undantekningar, sbr. 5. gr. , er
varðar listsýningar o.fl. og samkomur og mót sem hafa
listrænt gildi, og 6. gr. , er varðar iþróttamót. Þá er
lögreglustjóra heimilað i 7. gr. að veita undanþágur frá
banni þegar sérstakar ástæður mæla með því.