Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 185
182
símaþjónustu. En það sem einna mest mælir með búsetu
biskups Norðlendinga á Hólum eru breytt viðhorf i
nútímanum. Óviða er meira næði og meiri kyrrð til
ihugunar og bókiðkana en heima á Hólastað. það er
umhverfi er nútimamaðurinn á eftir að sækjast æ meir i
er timar liða frá hraðanum og spennunni er æ verr leikur
þjóðir Evrópu ár frá ári. Allar þær raddir, er komið
hafa fram um það, að búseta biskups á Hólum sé ekki í
takt við timann og að biskup Norðlendinga skuli sitja á
Akureyri en hafa sumarbústað á Hólum er þvi marklaust
hjal og munu Norðlendingar og sist Skagfirðingar una
þvi. Fagnar þvi stjórn Hólafélagsins yfirlýsingu þinni i
lok síðasta Kirkjuþings um endurreisn biskupsstólsins á
Hólum.
Lýðháskólinn:
Hólafélagið hefir ætið haft á stefnuskrá sinni og
markmiði, stofnun kirkjulegs lýðháskóla, er endurreisn
Hólastaðar hefir borið á góma, eins og áður er að vikið.
Ég hefi ætið bent á, i þvi sambandi, að i engu má rasa
um ráð fram, i þeim efnum. Mikið væri i húfi að beðið
væri eftir reynslu þeirri er fengist i Skálholti, en nú
hefir skólinn þar starfað við vaxandi orðstýr um nokkur
skeið. Lýðháskólahugtakið er framandi meðal yngri
íslendinga og eigi var vitað fyrirfram, hvernig það
félli að islenskum aðstæðum i dag. Dýrmæt reynsla hefur
þegar fengist i Skálholti sem vér munum byggja á, er
lýðháskóli verður reistur á Hólastað. Leggja ber megin
áherslu á m.a., að slikur skóli verði grundvallaður, i
anda islensks þjóðernis og kristinnar trúar. Að settar
verði i fyrirrúm á námskrá skólans þ.e. isl. bókmenntir,
bókmenntir Norðurlanda, félagsfræði og kristindómur svo
eitthvað sé nefnt. í þessu sambandi mun vera í
undirbúningi á vegum menntamálaráðuneytisins, löggjöf um
Lýðháskólann i Skálholti og verður þvi eigi meira rætt
um þessa hlið málsins, fyrr en framangreind löggjöf
liggur fyrir. Þar verður m.a. gerð grein fyrir
fjárhagslegu hliðinni á rekstri sliks skóla. Bent skal á
aðstöðu er skapaðist við stofnun lýðháskóla að Hólum, er
snýr að endurhæfingu og námi eldri presta, er þar gætu
dvalið einhvern tima árs og svo og aukin aðstaða til
ráðstefna og funda á vegum kirkjunnar Norðanlands.
Einnig mætti benda á námskeið fyrir almenning á mörgum
sviðum isl. menningar. Fyrir allmörgum árum gaf frú
Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti um kr. 300.000.00 til
skólastofnunar. Er sjóðurinn i vörslu vigslubiskups á
Akureyri og hygg ég að eitthvað hafi aukist við hann að
fé.
Sumarbúðir:
Undanfarin ár hefir sumarbúðastarf Þjóðkirkjunnar vaxið
til mikilla muna. Nú á þessu sumri eru allir
sumarbúðastaðir yfirskipaðir og hafa mörg börn á
aldrinum 7-15 ára gömul, þurft f rá að snúa vegna
plássleysis. Eins og kunnugt er gekkst Æskulýðssamband
kirkjunnar i hinu forna Hólastifti fyrir stofnun