Gerðir kirkjuþings - 1988, Qupperneq 186
183
sumarbúða að Vestmannsvatni í Aðaldal, S.-Þing. og tóku
sumarbúðirnar til starfa i júní árið 1964. Undanfarin 10
ár hefir sumarbúðastarfið farið vaxandi hér Norðanlands
og nú munu nokkur hundruð börn dvelja að Vestmannsvatni
i sumar. Sú nýbreytni var tekin upp fyrir nokkrum árum
að gefa gömlu fólki á Norðurlandi kost á að dvelja, í
lok hvers timabils, um tveggja vikna skeið, að
Vestmannsvatni til hvíldar og uppbyggingar. Hefir þessi
nýbreytni gefist mjög vel. Eins og áður er sagt, er
þörfin fyrir nýjum sumarbúðum mjög brýn Norðanlands.
Enginn staður getur i þvi tilliti verið ákjósanlegri til
uppbyggingar og dvalar ungmennum en Hólastaður. Þess
vegna hafði ég samband við skólanefnd barnaskóla
Hólahrepps, þar sem ræddir voru möguleikar á afnotum
heimavistarbarnaskólans, að sumrinu en hann er nú i
byggingu, svo og arkitektinn, um að hanna bygginguna að
nokkru eftir starfsemi sumarbúðanna. Tel ég að, ef slíkt
samstarf gæti tekist, sparaðist umtalsvert fjármagn og
nýting skólans yrði meiri og betri en almennt gerist hér
á landi. Verður málinu haldið vakandi.
Hitaveita frá Reykjum:
Einn stærsti kostnaðarliður við skólahald á íslandi er
hitunarkostnaður, eigi sist eftir að oliuverð rúmlega
fimmfaldaðist á Vesturlöndum. Það var á sinum tima og er
i dag framsýni að byggja stærri skólastofnanir þar sem
möguleiki er á hitaveitu. Varðandi möguleika á hitaveitu
til Hóla er það að segja að þeir fara vaxandi eftir
siðustu rannsóknum Sveinbjörns Jónssonar i Reykjavik.
Eftirfarandi upplýsingar lét hann mér i té varðandi
þetta mál: Þegar hefir fengist 3 sec. litrar af 53 stiga
heitu vatni að Reykjum i Hjaltadal, er fengist hefir úr
þrem lindum án borana. Leiðslan að Hólum er 7.5 km.
löng, en eftir rannsóknum og reynslu frá Ólafsfirði, þá
mun hitatap þessa leið verða um 3 stig. Heim á staðinn
fengist þvi 50 stiga heitt vatn. Kostnaður er áætlaður i
dag um 4 milljónir kr., en árlegur kostnaður við
upphitun heima á Hólum er i dag um kr. 1 milljón. Rætt
hefir verið við eiganda jarðarinnar, bóndann að Reykjum
og hefir hann gefið staðnum kost á þessu magni vatns,
gegn leiðslu heim i bæ sinn, er hann fær á þessu ári.
Til rannsókna hafa þegar verið veittar kr. 80. þús. úr
skólasjóði. Nauðsynlegt er, að hraða þessum framkvæmdum
og mun hitaveita heim á Hólastað verða enn til þess að
styðja að stofnun lýðháskólans og annarra kirkjulegra
stofnana á staðnum.
Bókasafn:
Eins og kunnugt er, var fyrsta prentsmiðja á íslandi
reist á Hólum i Hjaltadal, þ.e. Prentsmiðja Jóns biskups
Arasonar. Munu allmargar og merkar bækur hafa verið
prentaðar þar i kathólskum sið. Varð sú prentsmiðja
undirstaðan að prentverki Guðbrands biskups, en á hans
dögum voru meiri afrek unnin i isl. bókagerð en þekkst
hefir á íslandi fyrr og siðar og á ég þar einkum við
Guðbrandsbibliu, er margir telja fegurstu bibliu, er út