Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 42
39
menningarstarfi sem fram fer i Skálholti þótt hugsanlega
verði tekin ákvörðun um nýtt skólaform. Mestar
undirtektir fékk liðurinn 1.4. og snerust umræður um
margvíslega möguleika og mismunandi útfærslu sem sú
hugmynd gæfi. Tengdust þær umræður ennfremur lið 1.5.
Um töluliði 2.1., og 2.2., töldu þeir sem tjáðu sig,
erfitt að fjalla um það efni meðan aðrar ákvarðanir
hefðu ekki verið teknar um Skálholtsstað.
Nefndin telur augljósum vandkvæðum bundið að gera
ákveðnar tillögur um lýðháskólastarf í Skálholti, án
þess að tillit sé tekið til annars menningarstarfs sem
þar fer fram á vegum Skálholtsstaðar í umboði Kirkjuráðs
og til samnýtingar Sumarbúða Þjóðkirkjunnar sem er á
vegum Skálholtsbúðanefndar, en i henni eru fulltrúar
prófastsdæma á Suðvesturlandi (Rangárvalla-, Árnes-,
Kjarlarnes- og Reykjavikur-) ásamt æskulýðsfulltrúa
Þjóðkirkjunnar. Formaður nefndarinnar er sr. Guðmundur
Óli ólafsson, sóknarprestur í Skálholti.
Nefndin gerir sér grein fyrir þvi að með þvi að taka
tillit til þessara þátta i tillögum sinum kunni að mega
lita svo á að hún fari út fyrir þröngt verksvið sitt. En
álit nefndarinnar er að það hafi augljósa kosti að færa
þessa starfsemi alla undir eina yfirstjórn vegna þess
hve samofin hún er, og mótast tillögurnar að nokkru
leyti af þvi sjónarmiði.
Nefndin álitur að til að tryggja sem best framgang
þess fjölþætta starfs sem fram fer i Skálholti sé rétt
að stofna nýja stöðu forráðamanns eða staðarhaldara í
Skálholti.
V. Tillögur nefndarinnar.
a) Stjórnun og ábyrgð.
Nefndin álitur að til að tryggja sem best framgang
þess fjölþætta starfs sem fram fer í Skálholti sé
rétt að stofna nýja stöðu forráðamanns eða
staðarhaldara í Skálholti, er starfi í umboði
Kirkjuráðs, og beri einn ábyrgð gagnvart þvi.
Undir hann heyri:
Forræði alls á Skálholtsstað þ.m.t. forræði kirkju
i samvinnu við Skálholtssókn og staðarprest
samkvæmt samningi svo sem verið hefur.
Forræði yfir skólanum, sumarbúðum þjóðkirkjunnar og
öðrum eigum sem undir staðinn heyra og undir stjórn
staðarhaldara verði þær samnýttar. Hann hafi
yfirumsjón með framkvæmdum á staðnum, bæði hvað
varðar skipulagsmál og framkvæmdir.
Skólinn verði áfram s j álf seignarstofnun, en
fjárhagsleg ábyrgð rektors gagnvart Kirkjuráði
færist á staðarhaldara, verði slík staða stofnuð og
annar skipi hana en rektor.