Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 18
15
Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri i Menntamálaráðuneytinu
og Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri. Nefndin taldi rétt að
lýðháskólinn starfaði ekki á þessu hausti en timinn notaður
til þess að undirbúa framtiðarstörf skólans sem að mestu færu
fram i ráðstefnum og námskeiðum um málefni kirkju og
þjóðlifs, eins og gerst hefur á þessu hausti. Nefndarálitið
er birt i heild á fylgiskjali 5.
10. og 12. mál. Aukið samstarf kirkju og skóla
Kristinfræðikennsla í skólum og
starfsréttindi guðfræðinga.
Kirkjuráð visaði báðum málum til kirkjufræðslunefndar en auk
þess 12. máli til prófasta sem beðnir voru að ræða það við
héraðsnefndir sinar.
Kirkjuráð óskaði eftir tillögum kirkjufræðslunefndar. Hún
varð góðfúslega við þeim tilmælum. Þar er m.a. lagt til að
haldin verði ráðstefna i Skálholti um samstarf kirkju og
skóla, sjá greinargerð frá Kirkjufræðslunefnd á fylgiskjali
nr. 6.
Ennfremur var fundur haldinn á Biskupsstofu 13. sept. s.l.
þar sem 12. mál var rætt. Þann fund sátu Hörður Lárusson,
deildarstjóri i Menntamálaráðuneytinu vegna kennsluréttinda,
dr. Björn Björnsson prófessor, dei1darforseti
Guðfræðideildar, Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri,
sr. Jón Einarsson prófastur og sr. Bernharður Guðmundsson
fræðslustjóri. Á fundinum komu fram ýmsar upplýsingar, sem
kynntar eru á fylgiskjali nr. 7.
11. mál. Um fóstureyðingar og almannatryggingar.
Málið var tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar Alþingis og
Kirkjuráðs 13. nóv. 1987. Voru ýmsar hliðar þessa alvarlega
máls ræddar, og kom fram ákveðinn vilji til að skilgreina
nánar hverjar þær félagslegu ástæður væru, sem nefndar eru i
lögunum. Bent var á að þessum lögum yrði ekki breytt á því
þingi sem þá sat, þar sem ekki fengist meirihluti fyrir þvi
samkvæmt könnun þar að lútandi.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þáverandi forseti Sameinaðs
þings kvaðst hafa flutt frumvarp um málefni þetta. Hann kvað
stefnu þá er þar kom fram, vera þá sömu og þjóðkirkjan hefur,
það er að leysa þurfi félagleg vandamál fólks með félagslegum
aðgerðum, en ekki með eyðingu fósturs.
Málið var og sent próföstum og þeir beðnir að ræða það með
héraðsnefndum sinum.
Á siðustu Prestastefnu kom málið til umræðu og var þá gerð
ályktun þar sem tekið var undir samþykkt Kirkjuþings.