Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 170
167
lögmælt bæði í 5. gr. og 6. gr. þar sem m.a. er tekið
tillit til viðskiptaþarfa og virt þörfin á að koma við
menningarlegum og listrænum viðburðum á helgum dögum,
svo sem listsýningum, samkomum um listræn efni o.fl.,
sbr. 5. gr. , og svo er komið til móts við óskir og
þarfir iþróttamanna með ákvæði 6. gr. Um
verslunarstarfsemi er dregið úr banni að vissu marki og
reynt að sniða ákvæði að breyttum þörfum, viðhorfum og
viðskiptaháttum.
Ekki er vikið sérstaklega að skólastarfsemi i
frumvarpinu enda er það mál allt i tiltölulega föstum
skorðum. Þá eru hér ekki sérákvæði um útvarps- og
sjónvarpsstarfsemi á helgum dögum og eru engar skorður
reistar við henni i frumvarpinu. Vænta má þess að
stjórnvöld og aðrir forráðamenn þeirra mála taki tillit
til helgidaga i efnisvali sinu þá daga.
4. Yfirlit yfir friðunartima helgidaga samkvæmt
frumvarpinu.
a. Helgidagar alfriðaðir allan sólarhringinn:
Jóladagur, föstudagurinn langi, páskadagur og
hvitasunnudagur, sbr. 2. tölul. 2. gr.
b. Friðun frá kl. 10 til 15:
Sunnudagar, nýársdagur, skirdagur, annar dagur
páska, uppstigningardagur, annar dagur hvitasunnu
og annar dagur jóla, sbr. 1. tölul. 2. gr.
c. Friðun frá kl. 18:
Aðfangadagur jóla, sbr. 3. tölul. 2. gr.
d. Frávik frá friðunartimum eru i 5. og 6. gr.
e. Aukin friðun getur leitt af ákvæði 3. gr.
5. Efni frumvarpsins miðað við gildandi lög nr. 45/1926.
a. Helgidagar eru hinir sömu samkvæmt frumvarpinu og
samkvæmt lögum nr. 45/1926 en þeir eru greindir i
frumvarpinu andstætt þvi sem nú er.
b. Frumvarpið gerir ráð fyrir að felld verði niður
friðun laugardaga fyrir páska og hvítasunnu eftir
kl. 18.
c. Friðun sunnudaga og annarra helgidaga, er greinir i
1. tölul. 2. gr. , er kl. 10 - 15 samkvæmt
frumvarpinu, en kl. 11 - 15 nú.
d. Ákvæðin um starfsemi þá, sem bönnuð er á
helgidögum, er sérgreindari i frumvarpinu en
samkvæmt lögum nr. 45/1926 og lagt er til að ýmis
frávik verði lögfest i samræmi við reynslu manna af
þeim lögum.
e. Vakin er athygli á að ekki eru tekin upp i
frumvarpinu ákvæði er svari til sérákvæða 1. gr.
laga nr. 45/1926 og eigi heldur ákvæði 5. gr.
þeirra laga um sveitarstjórnarfundi o.fl. og 6. gr.
um almenna fundi. Að þvi er varðar síðastgreinda
fundi má þó benda á ákvæði 3. gr. frumvarpsins.