Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 174
171
fellur hún undir töluliðinn ef brauð og mjólk
(mjólkurafurðir) eru aðalsöluvara. ísbúðir falla undir þetta
ákvæði með sama fyrirvara. Framangreind athugasemd á einnig
við um blómaverslanir. Með söluskála ("sjoppu") er hér átt
við smáverslanir er hafa á boðstólum fyrst og fremst sælgæti,
gosdrykki, tóbaksvörur, hreinlætisvörur og sumpart brauð og
mjó1kurafurðir auk blaða og timarita. Almennar
matvöruverslanir falla utan marka þessa töluliðar. Blaðasala
fellur undir ákvæðið þótt ekki sé sérstaklega að þvi vikið i
frumvarpinu. Ekki eru sérstakar timatakmarkanir greindar i
frumvarpinu á þeim helgidögum þegar verslun er leyfileg, en
þær leiða af réttarreglum um opnunartima sölubúða. Gæta
verður hér ákvæða 3. gr. frumvarpsins við beitingu þessa
töluliðar.
Um 2. tölul.
Sýningar með listrænu efni er hafa sérstöðu, enda er æskilegt
að almenningur eigi kost á ýmiss konar listrænum sýningum
o.fl. á helgidögum. Sýningar um visindaleg efni og varðandi
almennar upplýsingar hafa einnig nokkra sérstöðu og þetta er
ljóst um listasöfn og bókasöfn.
Með listssýningum er hér átt við sýningar á myndlist,
teikningum, grafík, höggmyndum, listvefnaði, mynstrum,
textil, keramik, ljósmyndum og listræna gjörninga o.fl.
Með sýningu, er varðar vísindi, er átt við sýningar á
visindatækjum, visindalegum vinnubrögðum og nýjungum og
visindaárangri almennt, handritasýningu og sýningu
visindarita. Þá gæti einnig fallið hér undir sýning á húsnæði
sem ætlað væri til visindastarfsemi.
Sýningar, sem ætlað er að gegna upplýsingahlutverki, geta
t.d. varðað nýjungar i mannvirkjum eða mannvirkjagerð
(byggingartækni) eða upplýsingar um félagslega þjónustu,
skólastarf semi , bókasafnsþjónustu, byggingarþjónustu eða
kynningu á skipulagshugmyndum og fyrirætlunum sveitarfélags
er þvi tengjast.
Ekki má almennt fara fram sölustarfsemi eða skemmtanahald i
tengslum við sýningar þær er greinir i 2. tölul. Við
listsýningar o.fl. mætti þó selja upplýsingarit, sýningaskrár
og svo ljósmyndir (kort) af listaverkum sem þar eru, svo og
mætti hafa með höndum t.d. veitingasölu á listasafni eða i
húsnæði þar sem t.d. listsýning er haldin. Bóksala fellur
ekki undir ákvæði þessa töluliðar. Listasöfn, sem vikið er að
i 2. tölul., geta verið hvort heldur opinber söfn eða söfn
sem rekin eru af einstaklingum eða félögum.
Um 3. tölul.
Með samkomum þeim, sem töluliðurinn vikur að, er átt við
samkomur um listræn efni, þar á meðal á vegum listahátiða.
Sbr. og bókmennta- og listakynningar ella.
Um 4. tölul.
í ákvæðinu felst engin takmörkun á þvi hvers konar hljómlist
verði leikin á tónleikum er ákvæðið tekur til.