Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 88
85
GREINARGERÐ:
Biskup hefur óskað eftir þvi við mig undirritaðan, formann
nefndar sem skipuð af af kirkjuráði i samræmi við ofangreinda
þingsályktunartillögu, að ég gerði stuttlega grein fyrir
störfum nefndarinnar og legði fram hugmyndir mínar um
áframhaldandi starf að safnaðaruppbyggingu. Ég varð við
þessari beiðni þrátt fyrir örskamman fyrirvara. Nefndin kom
saman 21. okt. og fjallaði þá um þessar tillögur og eru þær
þvi lagðar hér fram með samþykki hennar. Til viðbótar þvi sem
hér fer á eftir skal visað til greinargerðar með tillögu "til
þingsályktunar um safnaðaruppbyggingu" frá Kirkjuþingi 1987,
7. mál og einnig til greinargerðar sem undirritaður sendi
biskupi fyrir kirkjuráðsfund sem haldinn var 30. sept. 1988.
Nefndin sem kirkjuráð skipaði með bréfi dags. 7. jan 1988 kom
fyrst saman þriðjudaginn 2. febrúar s.l. Siðan hefur hún
haldið 8 fundi. Hún hlaut fjárveitingu úr kristnisjóði að
upphæð kr. 400.000,- fyrir starf sitt fyrir árið 1988 og var
ætlunin að verja þvi til þess að a) gera úttekt á safnaðar-
starfsemi i kirkjum landsins og b) að vinna að mótun hugmynda
um safnaðaruppbyggingu. Var nefndinni falið að gefa
kirkjuþingi "skýrslu um stöðu mála i siðasta lagi 1989."
Hvað lið a) varðar er þess að geta, að þar hefur Guðfræði-
stofnun Háskóla íslands þegar gert það sem gera þarf með
itarlegri skoðanakönnun um trúarlif íslendinga. Niðurstöður
úr þeirri könnun eru væntanlegar innan tiðar. Nefndin fékk
dr. Björn Björnsson, prófessor, sem er annar þeirra sem
staðið hefur að þessari könnun, tvisvar á sinn fund og gerði
hann skilmerkilega grein fyrir þvi sem nefndin hafði áhuga á.
Á öðrum fundinum hafði hann sérstaklega látið tölvuna vinna
verkefni sem nefndin hafði óskað eftir. Var þetta nefndinni
til mikils gagns og telur hún þvi að þessi liður sé af-
greiddur, þ.e.a.s. þegar niðurstöður Guðfræðistofnunar liggja
fyrir.
Hvað lið b) varðar hefur nefndin stuðst við bækur og greinar
og reynt að kynna sér hvað er að gerast i nágrannakirkjum
bæði i Bandarikjunum, Þýskalandi og á Norðurlöndunum.
Formaður nefndarinnar sótti námskeið um safnaðaruppbyggingu í
stofnun þýsku mótmælendakirknanna i borginni Celle, þar sem
eingöngu er fjallað um safnaðaruppbyggingu. Þar kynntist hann
starfsemi stofnunarinnar og fylgdist með þjálfun starfsfólks
fyrir söfnuði, kynntist vinnubrögðum, handbókum, starfsfólki
og sérfræðingum á þessu sviði. Kom hann hlaðinn efni og
reynslu úr þessari för auk persónulegra sambanda við þá sem i
fararbroddi standa á þessum vettvangi. Ragnheiður
Sverrisdóttir sótti ráðstefnu i Kaupmannahöfn á vegum
nefndarinnar. Heiti ráðstefnunnar var Tro i storbyen (6.-
9.okt) og var á þeirri ráðstefnu fjallað um safnaðar-
uppbyggingu. Telur nefndin það mikils virði að reynsla sé
sótt til þeirra landa sem búa við þjóðkirkjufyrirkomulag eins
og okkar kirkja. Þá sótti séra Örn Bárður Jónsson námskeið i
Noregi, að hluta til studdur af nefndinni, um
safnaðaruppbyggingarátakið "prosjekt Vekst" sem er norska
útgáfan af bandarisku áætluninni "caring community" sem
greint verður frá hér á eftir.