Gerðir kirkjuþings - 1988, Blaðsíða 116
113
Barðastrandarprófastsdæmi
Áður hefur verið gerð grein fyrir breytingum á
prófastsdæmimörkum. Lagt er til að Sauðlauksdalsprestakall
verði lagt niður og upp tekið nýtt prestakall, sem er
Tálknafjarðarprestakall. Tálknafjarðarprestakalli tilheyrðu
eftirtaldar sóknir: Stóra-Laugardals-, Haga-, Brjánslækjar-,
og Flateyj arsóknir. Patreksf jarðarpretakalli heyrðu til
Patreksfjarðar-, Sauð1auksda1s-, Saurbæjar- og
Breiðavíkursóknir. Eftir þessa breytingu yrði mannfjöldi i
prófastsdæminu 2.044 og 3 prestar 681 ibúi á hvern og sóknir
yrðu samtals 10.
ísafiarðarprófastsdæmi
Mannfjöldi er 6.649 og 6 prestar eða 1.108 á hvern.
Sóknir eru samtals 19.
Engar breytingar eru gerðar á prestakallaskipuninni í
prófastsdæminu.
Húnavatnsprófastsdæmi
Mannfjöldi i prófastsdæminu er 5.250 og 8 prestaköll
eða 656 ibúar á hvern prest að meðaltali. Ekkert prestakall
er óhæfilega stórt eða mannmargt. Hins vegar eru 4 prestaköll
fámenn, eitt með 142 ibúa og þrjú með ibúa milli 300 til 400
manns.
Þótt Árnesprestakall sé fámennt, með 142 ibúa, leggur
nefndin ekki til að það verði lagt niður vegna þeirra
sérstöðu hvað kallið er einangrað. Hins vegar er lagt til að
Prestsbakkaprestakall verði sameinað Melstaðarprestakalli.
óspakseyrarsókn verði þá lögð undir Hólmavikurprestakall.
Gert er ráð fyrir að auk prests á Melstað verði prestur
á Hvammstanga. Undir prest á Melstað heyri Prestsbakka-,
Staðar-, Melstaðar-, Staðarbakka-, Efranúpssóknir og
Viðdalstungusóknir, en undir prest á Hvammstanga-, Tjarnar-,
Vesturhópshóla-, og Breiðabólsstaðarsóknir.
í austurhluta prófastsdæmisins eru ekki gerðar
breytingar.
Skagafiarðarprófastsdæmi
Mannfjöldi i prófastsdæminu er nú 4.605 og 6 prestar
eða 767 manns á hvern prest að meðaltali. Sóknir eru nú
samtals 21. Sauðárkróksprestakall er langfjölmennast með
2.561 ibúa. Fámennast er Mælifellsprestakall með 285 ibúa. í
þremur prestaköllum eru milli 300 - 500 íbúar.
í Skagafjarðarprófastsdæmi eru samgöngur góðar.
Fjarlægðir innan héraðs eru ekki miklar. Lagt er til að
Mælifellsprestakall verði lagt niður og það sameinað
Glaumbæjar- og Miklabæjarprestaköllum. Jafnframt er lagt til
að Hofsstaðasókn verði lögð undir Hólaprestakall.
Einnig er lagt til að Siglufjarðarprestakall færist
undir Skagafjarðarprófastsdæmi eins og áður hefur verið gert