Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 82
79
3. Nefndin spurði um 2. lið eignamegin á
Efnahagsreikningi, inneign hjá Biskupsstofu, og
fékk þær upplýsingar, að hér væri um að ræða
síðkomna greiðslu frá rikissjóði til Kristnisjóðs.
Nefndin sættir sig við þá skýringu, en vekur
athygli á henni.
4. Nefndin ræddi um 5. lið eignamegin á
Efnahagsreikningi, Kvikmyndin "Kirkjan að starfi".
Nefndin telur að timabært sé að afskrifa þann lið
sem eign.
5. Nefndin fagnar þeim upplýsingum sem komu fram í
máli framsögumanns i fyrri umræðu, að
bankareikningar Kristnisjóðs hafi verið sameinaðir,
en það hefur verið lagt til af f j árhagsnefndum
undanfarinna þriggja þinga.
Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við drög að
fjárhagsáætlun Kristnisjóðs fyrir árið 1989, vekur þó athygli
á þvi, að niðurstöðutölur áætlunarinnar eru um kr. 2.000.000
lægri en reikninganna fyrir 1987 og liðurinn "aðrar
fjárveitingar" um kr. 3.000.000 lægri en þá. Vonandi eiga
þessar tölur eftir að breytast, en þetta leiðir þó hugann að
þeirri staðreynd, hve ótryggt það er fyrir starfsemi
þjóðkirjunnar, að afkoma Kristnisjóðs skuli vera svo nátengd
þvi hvernig embætti kirkjunnar eru mönnuð, að hún skuli vera
lakari eftir þvi sem betur er mannað. Gefur þetta tilefni til
að itreka það sem kom fram i skýrslu fjárhagsnefndar i fyrra,
að alvarlega verði að þvi hugað hvernig mætti auka tekjur
sjóðsins, sérstaklega með tilvisun til stafliðs d i 20. gr.
laga nr. 35/1970.
Að þessu sögðu leggur fjárhagsnefnd til að reikningar
Kristnisjóðs fyrir árið 1987 verði samþykktir svo og
fjárhagsáætlun fyrir árið 1989.
Nefndin fór einnig yfir úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna fyrir
árið 1988. Sú skýrsla er fyrst og fremst lögð fyrir
Kirkjuþingið til kynningar en ekki samþykktar. Engu að siður
skoðuðum við þetta skjal af miklum áhuga, svo sem verða
mátti, þvi hér er málefni sem varðar kirkjuna miklu. í
sambandi við þessa skýrslu bendir nefndin á eftirfarandi
atriði:
1. Alþingi ber ekki að úthluta úr þessum sjóði eða á
nokkurn hátt að hafa áhrif á ráðstöfun hans.
Mistök hafa átt sér stað i útreikningi framlaga til
mannfárra safnaða, þar eiga fámennari söfnuðir að
fá hærra framlag en fjölmennari lægra, þvi hér er
verið að jafna afkomu en ekki að auka mismun.
Skrifstofustjóra Biskupsembættisins hefur verið
bent á þetta og verður það leiðrétt áður en til
útborgunar fjárins kemur.
2.