Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 91
88
jafnframt að brúa bil milli aldurshópa. Hún byggir ekki á
þekkingu eða menntun einstaklinganna heldur vilja þeirra til
þátttöku.
Orð og ábvrgð (Sjá skýringarmynd 2)
Hér er á ferð áætlun sem á sér uppruna i Bandarikjunum (Word
and Witness, á þýsku Wort und Antwort) en hefur verið aðlöguð
þjóðkirkjulegum aðstæðum, t.d. i Þýskalandi. Þar hefur einnig
farið fram itarleg prófun og reynsla á áætluninni og hefur
hún nú hlotið eindregin meðmæli kirkjulegra yfirvalda.
Þessi áætlun - námskeið væri réttara hugtak - byggist á 52
vikulegum fundum. Fyrst þarf leiðtoginn að sækja niu daga
námskeið, þar fær hann leiðtogahandbók meðal annars. Siðan er
boðið upp á námskeiðið i söfnuðinum. Hæfileg hópstærð 15
manns. Hver þátttakandi fær lesefni i hendur, m.a. sérstaka
bók sem gefin hefur verið út vegna þessa námskeiðs. (Þess
skal getið að þátttakendur greiða fullu verði fyrir allt efni
sem þeir fá, það gildir einnig um önnur námskeið sem hér er
sagt frá) . Byggt er á þrem þáttum: saga samskipta Guðs og
manna (Biblíufræðsla), saga mín (eigin lifsreynsla skiptir
verulegu máli i allri umfjöllun) og reynsla þin. Þátttakendur
eru ekki aðeins þiggjendur heldur einnig veitendur. Þeir fá
sérstakt fræðsluefni i hendur um mannleg samskipti sem nýtist
vel i samtölum. Einnig fá þeir sérstakt fræðsluefni um
Biblíuna.
Hinn svnileqi söfnuður (Sjá skýringarmynd 3)
Þeir sem hafa stefnt að þvi að búa til "sýnilega" hópa i
hinum stóra og "ósýnilega" þjóðkirkjusöfnuði hafa sett fram
áhugaverðar hugmyndir. Hér er ekki um takmarkað átak að ræða
heldur ákveðið, varanlegt skipulag á safnaðarstarfsemi. Það
skipulag byggist á fjölþættri starfsemi en um leið tvinnast
allir þættir safnaðarstarfseminnar saman i eina heild i
guðsþjónustunni og á ýmsan annan hátt. Hér myndast þvi ekki
ýmsir áhugasviðshópar sem hafa ekki samstarf heldur myndast
hér þvert á móti ein sterk heild. Þessi skipan (sem Schwarz
feðgarnir i Herne i V-Þýskalandi hafa sett fram og starfað
eftir í anda hinnar pietistisku hefðar og guðfræði Barths)
hefur vakið verulega athygli víða og gefið góða raun í
þjóðkirkjum (þótt hún hafi einnig orðið fyrir verulegri
gagnrýni þeirra sem leggja hinn lútherska þjóðkirkjuskilning
hinnar breiðu og opnu kirkju til grundvallar.) Þeir feðgar
byggja starfið upp með allstórum hópi samstarfsmanna. Þessir
samstarfsmenn hittast reglulega a.m.k. einu sinni i viku,
tala saman, lesa saman, biðja saman, vinna saman. Mynda sem
sagt samstæðan hóp. Hver starfsmaður er svo ábyrgur fyrir
sérstöku sviði safnaðarstarfseminnar. Þar má nefna hópa sem
hittast á heimilum (t.d leshringi), hópa sem vinna að
ákveðnum málefnum (t.d. kristniboð, málefni þriðja heimsins,
þróunarmálefni, umhverfismál, friðarmál, heimsóknarhópur (v.
sjúkrahússins), kvennastarf, starf meðal aldraðra o.s.frv.).
Auk þess eru þarna samstarf smenn sem hafa tekið að sér
undirbúning guðsþjónustunnar (eða hópa sem um þann undirbún-
ing sjá), leiðtogar hópa til að sjá um Biblíulestra,
fyrirlestra, námskeið, frístundaiðju, hátiðir af einhverju
tagi (t.d. af e-u tilefni eftir messu eða á laugardagssið-
degi), til að sjá um "opin hús" o.s.frv. Prestur safnaðarins