Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 9
Er mjög vel fjallað um þetta mál í greinargerð og verður á dagskrá þingsins síðar í
vikunni.
Ég þakka öllum nefndum og einstaklingum, sem hafa lagt mikla vinnu í mál, sem
hér verða lögð fram og kynnt. Þaö eru margir, sem vilja styðja kirkjuna, þiggja leiðsögn
hennar og átta sig á kenningum hennar og stöðu. Allir slíkir eiga að finna hljómgrunn
í störfum kirkjuþings og er það því einn veigamesti þátturinn bæði í stjómkerfi
Þjóðkirkjunnar og umfjöllun um mál, sem snerta þjóðina.
Ég vænti mikils af þessu þingi og vona vel ráðist með kosningu kirkjuráðs, sem
verður á dagskrá eftir helgi. Þar em þeir aðilar valdir, sem taka við málum frá
kirkjuþingi, vinna að þeim frekar og undirbúa önnur. Fráfarandi kirkjuráði þakka ég
einstaklega ánægjulegt samstarf og var ekki lítils virði fyrir mig, er ég kom flestu
ókunnugur til stjórnarstarfa að njóta stuðnings þess og vináttu.
Verið velkomin til þings og blessi Guð störf öll.
Tuttugasta og fyrsta kirkjuþingið er sett.
Ávarp kirkiumálaráöherra Óla Þ. Guðbiartssonar
Biskup Islands og frú
aðrir virðulegir biskupar og frúr
Kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir.
✓
Eg vil í upphafi máls míns þakka þeim, sem önnuðust messugjörð.
Ég þakka - söng og orgelleik - prestum altarisþjónustu og predikun prófasts
Skaftfellinga.
Kirkjuþing mun nú háð í 21. sinn - og það sem hér er sett í dag - er nýkjörið þing -
og vil ég af því tilefni sérstaklega óska þingfulltrúum til hamingju með kjör til þessara
mikilvægu starfa, sem hér eru unnin.
Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar er árlegur vettvangur um - sameiginleg málefni
Þjóðkirkjunnar - þar sem fulltrúar leikra og lærðra - eiga jafnan rétt til setu - samkv.
lögum nr. 48 frá 11. maí 1982.
Umfjöllunarefni kirkjuþings eru viðfeðm -
"Kirkjuþing hefur ráðgjafaatkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju - klerkastétt
og söfnuði landsins varða og heyra undir svið löggjafarvaldsins eða sæta úrskurði forseta
Islands.
Það hefur og rétt til að gera samþykktir um innri málefni kirkjunnar, guöþjónustu,
helgisiði, skírn, fermingar, veitingu sakramenta og önnur slík.
6