Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 18
ég því, aö Alþingi veiti fé til safnaðaruppbyggingarinnar og séra Örn Báröur geti haldið
áfram svo sem hann hefur byrjaö og lofar mjög góðu um framhald.
Þaö sem hæst ber frá liðnu ári er þó samþykkt frumvarpanna um prestaköll og
prófastsdæmi og um starfsmenn þjóökirkjunnar. Tóku þau gildi 1. júlí aö undanskildum
nokkrum atriðum.
Ekki eru miklar breytingar geröar á skipan prestakalla og ekki fór AJþingi alveg eftir
óskum kirkjulegra aöila. Eins var aöeins ein breyting á prófastsdæmum samþykkt, aö
skipta Reykjavíkurprófastsdæmi (og samþykkti síöan héraösfundur fyrr í þessum mánuöi
beiðni um frestun þess). En aöalbreytingarnar eru viövíkjandi sérþjónustumálunum og
aðstoðarprestunum. Auk þess sem talin eru upp ákveðin sérþjónustuembætti, sem
þegar eru til, er heimildarákvæði um stofnun fleiri slíkra án þess löggjafinn fjalli um.
En meö öll þessi atriði er stóra spurningin um fjárveitingar. Er lagabókstafurinn
raunverulega dauður, ef fé er ekki veitt til. Horfir mjög illa í hinum fjölmennari
prestaköllum, sem hafa beöiö eftir samþykkt frumvarpsins meö fjölgun presta, ef ekki
fást aðstoöarprestsstöður samþykktar á yfirstandandi þingi. Er gert ráö fyrir því aö sem
næst 4000 manns séu á prest, en í fjölmennustu söfnuðunum eru sóknarbörnin yfir
10000. Er ekki unnt aö sætta sig viö annaö en fjölgun verði í hinum stærri
prestaköllum. Hiö sama á viö um farprestana (héraösprestana), sem eiga í senn aö
gegna sérstökum verkefnum í prófastsdæmunum og leysa sóknarpresta af. Verður að
sækja það mjög ákveðiö, aö slík embætti bætist við.
En það sem hefur borið einna hæst í löggjöf þessari, er breytingin á stöðu og starfi
vígslubiskupanna. Akveöiö er, aö þeir sitji hin fornu biskupssetur aö Hólum og í
Skálholti og gegni þar prestsþjónustu auk annarra starfa. Hefur biskup gert drög aö
reglugerð fyrir vígslubiskupa og veröur hún rædd á biskupafundi í næstu viku. Veriö
er að vinna aö reglugerð varöandi kjör vígslubiskupa og er gert ráö fyrir kosningu
vígslubiskups í Hólastifti eftir áramótin. En algjör óvissa er um húsnæðismál
vígslubiskups Skálholtsstiftis.
Annar þáttur stjórnvalda átti sér staö undir jól og var lítt í anda hátíðarinnar, sem
fór í hönd. Var samþykkt skeröing á lögboðnum tekjustofnum kirkjunnar viö afgreiðslu
lánsfjárlaga. Hélt ríkiö eftir 5% af sóknargjöldum og 15% af kirkjugarösgjöldum og
skerti jöfnunarsjóð sókna um sex milljónir og alls nam skeröingin 86.5 milljónum. Var
þessu mótmælt af öllum kirkjulegum aöilum, sem fjölluöu um máliö, en allt kom fyrir
ekki. Stóðu vonir til, að ekki yröi um endurtekningu aö ræða, en í frumvarpi til
fjárlaga vegna næsta árs eru lánsfjárlögin líka meö og þar kemur hið sama fram, sama
skeröing, þrátt fyrir lög. Er einsýnt, aö kirkjuþing hlýtur aö láta máliö til sín taka og
reyna að koma í veg fyrir þetta brot á samningi, sem geröur var af fulltrúum
kirkjunnar, kirkjumálaráöuneytisins og fjármálaráöuneytisins og átti aö vera svo öruggur,
aö engin hætta væri á því, aö ekki væri staðiö við hann.
Mikil umræða hefur einnig átt sér staö í kirkjuráði varöandi Skálholt. Gengiö var
frá aðalskipulagi staöarins og tengist nærliggjandi byggöum. Er mikiö frá, þegar slík
forvinna er að baki og vann Pétur Jónsson, arkitekt aöallega að því verki. Síöan hefur
kirkjuráö fengiö þá Manfreð Vilhjálmsson og Reyni Vilhjálmsson arkitekta til aö vinna
aö deiliskipulagi og leggja á ráöin meö næstu stig. Hefur mikiö verið rætt um
15