Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 19
væntanlegan veg og byggö bæöi heima á staðnum og ijær kirkjunni.
Var sérstök nefnd sett á laggirnar til aö ræöa um Skálholt og er séra Jónas
Gíslason, vígslubiskup formaöur hennar, og af hálfu kirkjuráðs situr séra Jón Einarsson
einnig í nefndinni auk heimamannanna séra Guðmundar Óla Ólafssonar, dr. Siguröar
Arna Þórarinssonar og Björns Erlendssonar. Skilar nefndin álitsgjörö á kirkjuþingi.
Einnig skipaði biskup sérstaka nefnd vegna sumarbúðanna í Skálholti undir forystu
séra Guðmundar Ola Olafssonar og meö þátttöku Arnes-, Rangárvalla-, Kjalarnes- og
Reykjavíkurprófastsdæma. Skilar nefndin einnig álitsgjörð á kirkjuþingi.
Þá hefur veriö unniö að því í sumar að skrá bókasafnið, sem geymt hefur verið í
turni Skálholtskirkju. Voru tveir bókasafnsfræðingar við það starf, en umsjón og stjórn
hafði Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri biskupsembættisins og verður lögð fram
skýrsla nú á þinginu.
Hafa málefni Skálholts verið til umræöu á sjö fundum kirkjuráðs og oftsinnis með
heimamönnum og öðrum þeim, sem málið snertir sérstaklega.
Þá var lagt fram bréf sóknarprests og bænarskjal, sem margir prestar rituðu undir
vegna bágra kjara stéttarinnar og leituðu ásjár kirkjuráðs.
Var samþykkt svohljóðandi bókun:
"Þrátt fyrir samúð kirkjuráös með þeim prestum, sem búa við léleg launakjör og
eiga í erfiöleikum með að framfleyta sér og sínum, telur kirkjuráð, að lög leyfi því
miður ekki, að orðið verði við þeirri beiðni, sem fram er sett í bréfunum.
Kirkjuráð bendir til viðræðna biskups við ráðherra og stjórn PI og kjaranefnd um
þessi mál, en ráðherra hét því þá að skipa starfshóp til könnunar á kjörum og
aðstöðu presta. Vill kirkjuráð veita þessu máli lið og styðja biskup í fyrirgreiðslu
hans."
Ráðherra skipaði síðan nefndina og tilnefndi biskup biskupsritara, séra Þorbjörn Hlyn
fulltrúa sinn og vann hann ötullega bæði í nefndinni og með kjararáði og stjórn
Prestafélags íslands. Er enginn vafi á því, að vandi presta er mjög mikill víða á landinu
og þarf að kanna, hvernig hægt er að sjá til þess, að þeir geti sinnt embættum sínum
án þess að áhyggjur af afkomu dragi úr þjónustunni.
Þá komu einnig mál Útgáfunnar Skálholts og Kirkjuhússins til umræðu á fundum
kirkjuráðs. Studdi það samruna þessara þjónustufyrirtækja kirkjunnar og gerði tillögur
um reglugerð fyrir hina nýju sjálfseignarstofnun. Fylgir hún hér með. Er verslunin og
útgáfan nú á nýjum og betri staö gegnt Dómkirkjunni og eru miklar vonir bundnar við
starfsemina.
Þá skipaði biskup einnig nefnd til þess að huga að stöðu djákna í þjóðkirkjunni.
I nefndinni eru Unnur Halldórsdóttir, formaður, dr. Einar Sigurbjörnsson og
Ragnheiður Sverrisdóttir. Fylgir vönduð greinargerð skýrslunni og er hún lögð fyrir
kirkjuþing.
16