Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 20
Skal nú vikið að þeim málum, sem voru til umræðu á síöasta kirkjuþingi og var
vísað til kirkjuráðs.
3. mál kþ 1989: Skipulagsskrá fyrir Hjálparstofnun kirKjunnar.
Skipulagsskráin var staðfest af Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 19. des. s.l.
samkvæmt tillögum kirkjuráðs. Felst megininntak skipulagsskrárinnar í því, að
stofnunin er uppbyggð sem sjálfseignarstofnun. Hjálparstofnunin er á vegum
Þjóðkirkjunnar, þótt sjálfstæði hennar sé ekki takmarkað. Kirkjuráð og
prófastsdæmin skipa í fulltrúaráð, sem síöan kýs stjórnina. Af hálfu kirkjuráðs voru
tilnefndir í fulltrúaráð: Margrét Heinreksdóttir og er hún formaður, Eysteinn
Helgason, Friðrik Sophusson, Jóhanna Pálsdóttir, en auk þeirra er séra Ulfar
Guðmundsson í stjórninni. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn í stað Sigríðar
Guðmundsdóttur, sem sagði stöðu sinni lausri. Er Jónas Þórisson
framkvæmdastjóri og hefur Hjálparstofnunin fengið nýtt húsnæði við Tjarnargötu,
en biskupsstofa þarfnaðist efstu hæðar Suðurgötu 22 fyrir fræðslu- og
þjónustudeildina.
4. mál kþ 1989: LífTæraflutningur og skilgreining dauðans:
Samþykkt var ályktun um að láta fara fram athugun á siðfræðilegum sjónarmiðum
varðandi líffæraflutning og skilgreiningu dauðans. Fól kirkjuráð Rannsóknarstofnun
Háskóla íslands í siðfræði og Þjóökirkjunni þetta starf og veitti fé til þess.
Til verksins völdust dr. Björn Björnsson, prófessor í guðfræði, Páll Asmundsson,
læknir, dr. Vilhjálmur Árnason heimspekingur og dr. Mikael M. Karlsson, dósent
í heimspeki. Áhtsgjöröin veröur lögð fýrir kirkjuþing, og er hún mjög ítarleg og
varpar ljósi á þau mörgu vandamál, sem upp koma í sambandi við þessi viðkvæmu
mál. Um er að ræða grundvallarefni, sem snerta mannlegt líf, upphaf þess og lok
og mannlega reisn. Á síðasta alþingi voru lögð fram til kynningar frumvörp um
þessi efni, og ber kirkjunni að taka þátt í þeirri umræðu og leggja fram sína
skoðun. í álitsgjörðinni er mælt með því, að dauðaskilgreining miðist við algjört
heiladrep og hefur sambærileg skilgreining verið lögleidd víða um heim.
Grundvöllurinn, sem kirkjan byggir á, er Guðs orð og það sem það segir um
mannlegt líf, og hvað er á valdi okkar manna innan þess ramma, sem Guðs orð
mótar.
5. mál kþ 1989: Kirlyuleg réttarstaða presta í sérþjónustu.
Biskup skipaði í sumar nefnd til að semja drög að greinargerð vegna svokallaðra
sérþjónustupresta með tilliti til þess kafla nýju laganna um starfsmenn
þjóðkirkjunnar, þar sem þau mál eru ákveðin. í nefndinni sitja séra Bernharður
Guðmundsson og var hann skipaður formaður, séra Guðmundur Þorsteinsson,
dómprófastur, séra Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, séra Jón Dalbú Hróbjartsson,
formaður PÍ og séra Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari. Nefndin hefur haldið
marga fundi og leggur nú fram drög, sem þó eru ekki fullunnin. Líta má á þau sem
áfanga að því marki að skilgreina þjónustuvettvang og verksvið presta í sérþjónustu,
réttindi þeirra og skyldur og samvinnu þeirra við sóknarpresta og prófasta.
Reglugeröardrögin fýlgja skýrsla kirkjuráðs en nefndin mun síðan starfa áfram að
loknu kirkjuþingi.
17