Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 21
7. mál kþ 1989: Reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna.
Reglugerðin var samþykkt á síðasta kirkjuþingi og sendi kirkjuráð hana til
samþykktar í kirkjumálaráöuneytinu. Það gerði nokkrar orðalags- og lagatæknilegar
breytingar og er reglugerðin nú í íjármálaráðuneytinu til umsagnar. Reglugerðin
fylgir með nú sem fylgiskjal við þessa skýrslu.
8. mál kþ 1989: Sálmabók.
Nýtt sálmabókarhefti er í prentun og kemur út mjög fljótlega eða um miðjan
janúar. Eru í nýju bókinni nýir sálmar, bæöi frumortir og þýddir, laglínan er
prentuð með nýju sálmunum og einnig gerðar tillögur um ný lög við eldri sálma.
Markmiðið er að einfalda sálmaflutning til stuðnings almennum safnaðarsöng og
verður vafalaust mikill fengur aö nýju bókinni. Er sálmabókarnefndinni þakkað
fyrir góð störf.
12. mál kþ 1989: Embættisklæðnaður presta o. fl. í tengslum við helga þjónustu:
Alitsgjörðin var samþykkt af kirkjuráði og einnig hefur biskup rætt við
handbókarnefndina um atferli við útdeilingu altarissakramentisins og mun rita
prestum bréf af því tilefni. Þá fjallar nefndin um 34. mál síðasta kirkjuþings um
leiðbeiningarhefti um ytra atferli presta og safnaða við guðsþjónustur og aðrar
helgiathafnir. Verður álitsgjörð helgisiðanefndar einnig send út, þegar verkið hefur
verið unnið.
13. mál kþ 1989: Um listráðgjafa kirkjunnar.
Formanni kirkjulistarnefndar var skrifað og hann beðinn um álit á samþykkt
kirkjuþings. Geymir svarbréf hans kostnaðaráætlun vegna starfa nefndarinnar og
húsnæðisþörf hennar. Biskup ritaði húsameistara ríkisins bréf vegna þessa máls,
þar sem komið hefur til umræðu, að listráðgjafi kirkjunnar starfi við embætti hans
eða í nánum tengslum við það. Húsameistari hefur rætt málið við biskup en hefur
ekki afgreitt það og mun skila álitsgjörð síðar. Verður málið þá tekið fyrir aftur
í samvinnu kirkjuráðs og kirkjulistanefndar.
14. mál kþ 1989: Safnaðaruppbygging.
Skipuð var fimm manna nefnd í framhaldi af samþykkt og umræöu síðasta
kirkjuþings. Var dr. Gunnar Kristjánsson skipaður formaður, og aðrir nefndarmenn
Guðmundur Magnússon, kirkjuþingsmaður, séra Karl Sigurbjörnsson, Ragnheiður
Sverrisdóttir, djákni og Sigríður Halldórsdóttir, lektor. Þá starfar séra Bernharður
Guðmundsson með nefndinni auk séra Arnar Bárðar eftir að hann tók við stöðu
verkefnisstjóra 1. ágúst. Verður skýrsla lögð fyrir kirkjuþing. Á miðju sumri sagði
formaðurinn sig úr nefndinni og var séra Bragi Friðriksson, prófastur skipaður í
hans stað.
15. mál kþ 1989: Þjóðmálanefnd.
Kirkjuráði var falið að skipa undirbúningsnefnd, er gerði tillögur að fjárhagsáætlun
og starfsreglum. Skipuð voru þau séra Jón Bjarman, Ingimar Einarsson,
lögfræðingur, Margrét K. Jónsdóttir, skólastjóri, séra Sigurjón Einarsson og séra
Þórhallur Höskuldsson. Kirkjuráð gerði nokkrar breytingar við tillögur nefndarinnar
og eru þær lagðar fyrir kirkjuþing.
18