Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 22
16. mál kþ 1989: Kirkjusókn og messutímar.
Séra Jónas Gíslason kannaði málið frekar fyrir hönd kirkjuráðs í samvinnu við
Stefán Ólafsson hjá Félagsvísindastofnun og liggur greinargerð fyrir þessu þingi.
18. mál kþ 1989: Staðaruppbót dreifbýlispresta.
Málinu hefur veriö vísað til starfskjarnefndar þeirrar, sem ráðherra skipaði í sumar.
19. mál kþ 1989: Færsla prestsþjónustubóka.
Málið er í athugun í samráði við Hagstofu Islands.
20. mál kþ 1989: Um dánarvottorð.
Málinu var vísað til kirkjulaganefndar, en hefur ekki hlotið afgreiðslu.
21. mál kþ 1989: Samstarf fámennra sókna.
Málinu var vísað til söngmálastjóra og til prófastafundar, sem kaus nefnd til að
gera álitsgjörð um samstarf fámennra sókna. I nefndinni sitja séra Einar Þór
Þorsteinsson, séra Guöni Þór Ólafsson og Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri.
Nefndin skilar áliti til biskups fyrir næsta prófastafund.
22. mál kþ 1989: Hjónabandið.
Skipuö var nefnd til að fjalla um þetta mál og með sérstöku tilliti til álagðra og
útreiknaðra skatta. I nefndinni eru séra Birgir Snæbjörnsson, Jónína
Jónasdóttir,lögfræöingur á Skattstofu Reykjavíkur og Ragnhildur Benediktsdóttir
skrifstofustjóri. Alitsgjörðin liggur fyrir kirkjuþingi.
23. mál kþ 1989: Þorgeirskirkja að Ljósavatni.
Kirkjuráð vísaði málinu til prófastafundar, sem ræddi það nokkuð. Biskup átti
síðan fund með sóknarnefnd Ljósavatnssóknar og nefnd þeirri, sem Hólastifti hefur
falið að íjalla um málið. Var mikill hugur í fólki að reisa kirkju og fallist fúslega
á þá skoðun kirkjuþings, að hún skuli heita Ljósavatnskirkja. Unnið verður frekar
að málinu bæði af heimamönnum og öðru áhugafólki.
25. mál kþ 1989: Kirkjustaðir falli undir skipulagslög.
Málið var lagt fyrir skipulagsstjóra og félagsmálaráðuneytið og verður unnið frekar
að því. Einnig var það tekið til umræðu á fundi samstarfsnefndar Alþingis og
Þjóðkirkjunnar og mætti miklum skilningi alþingismanna.
26. mál kþ 1989: Lagasetning er varðar Þjóðkirkjuna.
Kirkjuþing samþykkti að beina því til Alþingis, að ekki verði sett lög, sem snerta
Þjóðkirkjuna nema áður hafi verið leitað álits biskups, kirkjuráðs og eða
kirkjuþings. Málið var tekið upp á samstarfsnefndarfundi Alþingis og
Þjóðkirkjunnar og mætti þar fullum skilningi.
27. mál kþ 1989: Atak gegn ofbeldi og eiturlyQaneyslu.
Kirkjuráð fól fræðsludeild að leita samvinnu við þá hópa, er láta sig þessi mál
varða. Greinargerð og tillögur verða lagðar fram á kirkjuþingi. Einnig var málið
rætt ítarlega á prófastafundi og birt erindi í blöðum.
19