Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 23
28. mál kþ 1989: Kirkjugaröasjóður.
Reglugerð um kirkjugarðasjóð var unnin af Ragnhildi Benediktsdóttur,
skrifstofustjóra og Arna Guðjónssyni hrl. Er hún lögð fram á kirkjuþingi.
29. mál kþ 1989: Jöfnun kostnaðar.
Þingsályktunartillagan fjallaði um jöfnun kostnaðar vegna námskeiða og funda á
vegum þjóðkirkjunnar. Þetta var kynnt á leikmannastefnu og víðar. Fulltrúar
leikmannastefnu og fræðsludeildar hafa samið greinargerö vegna kostnaðarþátta.
Kirkjuráö vísaði greinargerðinni til biskups og munu skrifstofustjóri og biskupsritari
vinna úr henni og gera tillögur til kirkjuráðs
31. mál kþ 1989: Útgáfuréttur kirkna á listaverkum sínum.
Málinu var vísað til Sólveigar Ólafsdóttur, lögfræðings sem er sérfræðingur í
höfundarrétti og er álitsgjörð hennar lögð fyrir kirkjuþing.
32. mál kþ 1989: Þingsköp kirkjuþings.
Kirkjuráð fól séra Jóni Einarssyni og Gunnlaugi Finnssyni að kanna málið og annað
sem við kemur fundarsköpum kirkjuþings.
Er álit þeirra og tillögur til umræðu á þinginu.
Kirkjueignanefndin:
Nú dregur að lokum þess mikla starfs, sem kirkjueignanefnd hóf árið 1982. Fyrri
hluti álitsgjörðarinnar kom út árið 1984 og var mikils virði fyrir kirkjuna varðandi
kirkjueignir og réttarstöðu þeirra.
Biskup átti fund með Ólafi Ásgeirssyni sagnfræðingi og þjóðskjalaverði og kynnti
hann þá yfirlit yfir jaröeignir kirkjunnar frá 1590 til 1984. Er þar rakin þróun
jarðeigna kirkjunnar, staðan kynnt á hverjum tíma og afdrif eigna.
Það er ljóst, að síðari hluti álitsgjörðarinnar verður mikils virði einnig og verður
hægt að ganga að upplýsingum um kirkjueignir á einum stað og nýta þær til aö
verja eignarstöðu kirkjunnar og sýna, hversu mikið kirkjan hefur lagt ríki,
sveitarfélögum og einstaklingum með jarðeignum sínum.
Hátíðarnefnd vegna kristnitökuafmælis:
Að auki vil ég sérstaklega geta mála, sem tekin voru fyrir á fundi svokallaörar
hátíðarnefndar vegna kristnitökuafmælisins. Boðaði biskup til fundar í október s.l.
í Biskupsgarði og sóttu fundinn auk hans, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson og forseti sameinaðs þings, frú Guðrún
Helgadóttir. Síðar staöfesti ríkisstjórnin skipan nefndarinnar og fól biskupi
formennsku og skipaði í hana að auki forseta Hæstaréttar Islands. Arangur fundar
varð sá, að þingforsetar og formenn stjórnmálaflokkanna báru fram tillögu um ritun
Kristnisögu og sem verði gefin út innan fimm ára. Dr. Hjalti Hugason var ráöinn
ritstjóri og séra Sigurjón Einarsson skipaður formaður ritráðs. Verður skýrsla lögð
fram á kirkjuþingi.
Hitt málið var um þýöingu Gamla testamentisins og hafði ríkisstjórnin forystu um,
að veitt var til þess verks, sem nemur tvennum launum prófessora á yfirstandandi
ári og þar til verki er lokiö. Eru verklok áætluð 1998. Ber að þakka hvoru
tveggja þessi verk og eru mikils metin.
20