Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 24
Hið íslenska Biblíufélag:
Hið íslenska Biblíufélag hefur ráöið séra Sigurð Pálsson til að vinna með
þýðingaraðilum að þessu verki og er áformað, að hann taki við stöðu
framkvæmdastjóra HIB næsta haust. Hefur verið innréttuð starfsaðstaða á sjöttu
hæð turns Hallgrímskirkju og búin húsgögnum, sem eru gjöf Hermanns
Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra HÍB.
Hér hefur verið getið um helstu mál, sem komið hafa upp á fundum kirkjuráðs og
víðar. Er vitanlega ekki um tæmandi skýrslu að ræða. Ég þakka kirkjuráði fyrir
samstarfiö, en það lýkur nú störfum við lok kjörtímabilsins og nýtt veröur kosið.
Hafa séra Jónas Gíslason og Kristján Þorgeirsson lýst því yfir, að þeir gefi ekki kost
á sér til endurkjörs og vil ég alveg sérstaklega þakka þeim, bæði fyrir þann tíma,
sem ég hef starfað meö þeim og eins framlag þeirra á fyrri árum. Þá þakka ég
einnig starfsfólki biskupsstofu mikla vinnu og öllum þeim öörum, sem leitað hefur
verið til.
Nefndarálit allsherjarnefndar.
um skvrslu biskups og kirkjuráös
Frsm. dr. Gunnar Kristjánsson
Samkvæmt venju var skýrslu kirkjuráðs vísað til allsherjarnefndar. Nefndin fjallaði um
skýrsluna á nokkrum fundum og veröur hér skýrt frá athugasemdum hennar. Nefndin
telur skýrsluna í heild ítarlega og greinargóða. Ekki taldi hún ástæðu til að fjalla um
öll mál þar eð sum þeirra hafa þegar fengið fullnægjandi úrlausn. Til umfjöllunar komu
enn fremur ýmsar aðrar skýrslur sem borist hafa til biskups og kirkjuráðs og lagðar
voru fram á kirkjuþingi til kynningar. Er iðulega vísað til þeirra skýrslna í skýrslu
kirkjuráðs en eðlilega fá þær sjálfstæða meðferð á vegum nefndarinnar eða annarra
nefnda.
3. mál: Skipulag Skálholtsstaðar.
Nefndin fjallaði um þetta efni undir sérstökum lið, þ.e. sem 3. mál á þessu
kirkjuþingi og vísast til þess.
4. mál: Líffæraflutningur og skilgreining dauðans.
Vísast til umræðu um þetta mál á yfirstandandi þingi þar sem það er flutt sem
sérstakt þingmál.
5. mál: Drög að reglugerð um sérþjónustupresta:
Nefndin fjallaði stuttlega um málið og fékk sr, Þorbjörn Hlyn Arnason,
biskupsritara, á sinn fund, og komst að þeirri niðurstöðu að vinna nefndarinnar sé
of skammt á veg komin til þess að hægt sér að fjalla ítarlega um hana.
21