Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 33
er meira á feröinni en hugmyndabanki fyrir presta og starfsmenn safnaða. Efling
starfsins er sjálfsagt mál, til þess þarf enga ákvöröun kirkjuþings. Þaö sem vakti fyrir
kirkjuþingi eins og ég hef skilið þetta mál var miklu meira en aöstoö við söfnuöi að
koma í framkvæmd hinum og þessum áætlunum til eflingar starfinu. Þaö var
skilgreining starfsins sjálfs í fjölþættu þjóöfélagi, endurskipulagning þess, markviss
áætlun um þaö starf sem íslenska þjóökirkjan ætlar sér aö vinna.
Það er alvarlegt mál þegar fámennur hópur manna í kirkjunni kemst í lykilaðstöðu
til að gjörbreyta safnaðarskilningi íslensku þjóðkirkjunnar. Það má ekki gerast þegjandi
og hljóöalaust. Fari svo fram sem horfir munu afleiðingarnar ekki láta á sér standa,
afleiöingar sem fylgja þeim viöhorfum sem Lúther varaöi sjálfur við þegar karismatískir
hópar fá að vaða uppi í kirkjunni: klofning og sundrung auk alls annars sem menn
hafar raunar haft fyrir augunum í íslensku kirkjunni undanfarið þótt í smáu sé miðað
við það sem gerst gæti.
Um safnaöaruppbyggingu
Forsaga málsins
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á kirkjuþingi 1989: "kirkjuþing 1989 samþykkir að
safnaðaruppbygging verði meginverkefni íslensku þjóðkirkjunnar næsta áratuginn og
yfirskrift alls starfs hennar. Verði þetta framtak tileinkað 1000 ára afmæli
kristnitökunnar.
í því skyni skipi biskup og kirkjuráð fimm manna nefnd til þess: a) Að móta
heildarstefnu í safnaðaruppbyggingu.
b) Að gera áætlanir um helgihald, líknarþjónustu og fræðslustörf. c) Að útvega og
útbúa nauðsynlegt efni, sjá um þýðingar á erlendu efni og aðlaga íslenskum aðstæðum,
og koma þessu efni til útgáfu eftir því sem fjárveitingar leyfa.
d) Að gera tillögur um menntun safnaðarstarfsmanna.
e) Að stuðla að því að námskeið um safnaðaruppbyggingu verði haldin fyrir presta,
starfsmenn safnaða og annað safnaðarfólk.
Nefndin skal skipuð til þriggja ára. Hún skal hafa umsjón með markvissri
safnaðaruppbyggingu hér á landi. Skal henni sett erindisbréf þar sem nánar er kveðið
á um störf og verksvið, réttindi og skyldur og samræmt erindisbréfi fræðslustjóra
kirkjunnar. Biskup ráði framkvæmdastjóra til starfa með nefndinni."
Eins og kirkjuþingsmönnum er kunnugt átti þetta mál sér langa sögu og að baki
þessari tillögu liggur mikil vinna og miklar umræður. Eg lagði tillögu um þetta mál fram
á kirkjuþingi 1987 (7. mál) og var þá samþykkt að hrinda því í framkvæmd. Að vísu
lagði ég til upphaflega aö biskup skipaöi nefnd "fimm sérhæfðra mann" til þess að gera
áætlun um safnaðaruppbyggingu en þingið samþykkti að þeir yrðu þrír og ekki
"sérhæfðir". Hvað sem því líður, þá var skipuð nefnd sem starfaöi í tvö ár og skilaði
áliti á s.l. ári til biskups og kirkjuþings.
Þess má geta aö Prestastefnan fjallaði um safnaðaruppbyggingu áriö 1989 þar sem
ég flutti framsöguerindi um þetta mál. Ég talaði einnig fyrir málinu á kirkjuþingi í fyrra
að beiðni kirkjuráðs sem lagði fram tillögu um safnaðaruppbyggingu sem breyttist
verulega í meðförum þingsins eins og menn rekur ef til vill minni til og niðurstaöan var
sú tillaga sem ég hóf mál mitt á.
I greinargerð sem ég flutti með tillögunni árið 1987 segir m.a. "Það er deginum
Ijósara að starfshættir kirkjunnar þurfa endurskoðunar og endurnýjunar við öðru hverju.
30