Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 37
6. gr.
VERKEFNI FARPRESTS SKULU VERA M.A.:
1. Aö vera prófasti og sóknarprestum til aöstoðar í fjölmennum eöa víðlendum
prestaköllum. Hann skal í samráöi við prófast og fræðslu- og þjónustudeild
kirkjunnar sjá um skipulag fræöslumála prófastsdæmisins, svo og skipulag
kirkjulegrar þjónustu á sjúkrahúsum, stofnunum og skólum, þá skal hann og
hafa yfirumsjón meÖ þjónustu við sumardvalarstaði (orlofsstaöi) í samráöi viö
sóknarpresta.
2. Aö þjóna í námsleyfum sóknarpresta prófastsdæmisins og forföllum þeirra þegar
venjubundinni aukaþjónustu nágrannapresta verður ekki komið við. I slíkum
tilvikum skal héraösnefnd sjá til þess aö annaö starf sem farprestur hefir gengt
falli ekki niður. Farprestur skal, ef þörf krefur, þjóna fyrir prófast meðan hann
er frá prestakalli sínu vegna vísitasíuferöa.
3. Aö annast tiltekin sérverkefni í prófastsdæminu, sem honum kunna að veröa
falin af prófasti, héraðsfundi eða kirkjustjórninni.
UM PRESTA MEÐAL ÍSLENDINGA ERLENDIS
7. gr.
í löndum þeim þar sem prestar verða ráðnir til starfa meðal íslendinga, skal sendiráð
íslands þar sjá þeim fyrir vinnuaðstöðu og veita þeim aðgang aö gögnum og tækjum
svo starf þeirra megi verða sem árangursríkast.
8- 8r-
í starfi sínu skal presturinn leitast við að ná til íslendinga sem búsettir eru í landinu,
íslensks námsfóiks sem þar er, sjúklinga að heiman, íslendinga sem lenda í fangelsum
í því landi eða verða fyrir annarskonar frelsissviptingu og annara Islendinga sem á
kirkjulegri þjónustu þurfa að halda. Þessu fólki skal hann bjóða þátttöku í reglulegu
helgihaldi, kristilega fræðslu, neyslu sakramenta og kristilega sálgæslu.
9. gr.
✓
Ef biskup og kirkjustjórn æskja þess, skal presturinn vera fulltrúi Þjóðkirkju Islands
gagnvart kirkjum í gistilandi sínu.Einnig má fela honum að sækja alþjóðlega fundi
kirkjunnar á kirkjulegar ráðstefnur erlendis sem fulltrúi Þjóðkirkju Islands þegar henta
þykir.
34