Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 41
9. grcin. Á aðalfundi er kosinn fonnaður, varaformaður og ritari og eru þeir
jafnframt framkvæmdanefnd stofnunarinnar.
10. grein. Framkvæmdanefnd og framkvæmdastjóri bera ábyrgð á daglegu starfi
stofnunarinnar. _ Framkvæmdanefnd hefur heimild til að taka lán
fyrir hönd stofnunarinnar og veðsctja eignir hennar. Framkvæmdastjóri skuldbindur
stofnunina í umboði framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd ræður framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að fengnum tillögum
stjómar, setur honum erindisbréf og ákveður honum laun.
11. grcin. Reikningsár stofnunarinnar er almanaksárið. Um bókhald stofnunarinnar
og reikningsskil skal fara eftir gildandi lögum um bókhald, nú lögum nr. 51,2 maí
1968, og góðum reikningsskilavenjum.
Ársreikningur stofnunarinnar skal endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og liggja
frammi til athugunar fyrir stjórnarmenn viku fyrir aðalfund.
12. grein. Ef hagnaður verður af starfsemi stofnunarinnar, skal honum varið til
eflingar hennar í samræmi við 3. grein.
13. grein. Vcrði ákveðið að leggja Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfuna kirkjunnar niður,
skulu allar eigur stofnunarinnar rcnna til líknarmála á vegum þjóðkirkjunnar eða annarra
vcrkefna hennar eftir nánari ákvörðun stjómar og kirkjuráðs. Slit stofnunarinnar geta
ckki átt sér stað nema með samráði stjórnar og kirkjuráðs.
14. grcin. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá þessari ná fram að ganga, ef þær
hljóta fylgi meirihluta atkvæða stjórnar. Ákvæðum 12. 13. og 14. greinar má þó ekki
breyta.
Tillögur til breytinga á skipulagsskrá skulu hafa borist framkvæmdanefnd viku fyrir
aðalfund og skulu liggja frammi ásamt reikningum sjálfseignarstofnunarinnar.
15. grcin, Þessi skipulagsskrá kemur í stað skipulagsskrár Útgáfunnar Skálholts nr.
566 dags. 30. septcmber 1981 og skipulagsskrár Kirkjuhússins nr. 143 dags. 1. mars
1983.
16. grcin. Leita skal staðfcstingar dómsmálaráðherra á skipulagsskrá þessari.
Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum
um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipu-
lagsskrá, nr. 19/1988.
Dóms -
og kirkjumálaráðuneytið , 31. júlí 1990
F . h . r.
38