Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 42
1
SAFNAÐARUPPBYGGING
✓
Afangaskýrsla nefndar og verkefnisstjóra
FORSAGA
Önnur nefnd um safnaðaruppbyggingu sem tók við af þeirri fyrri og
skipuð var af Kirkjuþingi 1989 hefur haldið 8 fundi þegar þetta er
ritað. I nefndina voru skipaðir eftirtaldir aðilar: Guðmundur
Magnússon, fræðslustjóri, dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur
(formaður), sr. Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur, Ragnheiður
Sverrisdóttir, djákni og Þröstur Eiríksson, organisti, en sæti hins
síðastnefnda tók, Sigríður Halldórsdóttir, lektor, þar sem Þröstur
fluttist til Noregs. Til viðbótar sitja fræðslustjóri kirkjunnar, sr.
Bernharður Guðmundsson og verkefnisstjóri, sr. Örn Bárður Jónsson,
nefndarfundi og er verkefnisstjóri jafnframt ritari.
BREYTINGAR
Fyrsti fundur var haldinn í janúar og þegar komið var fram í
september höfðu aðeins verið haldnir 3 fundir. Þá var
verkefnisstjóri þegar tekinn til starfa og brýnt þótti að nefndin
kæmi oftar saman til þess að vinna að mótun starfs og stefnu. í
september sagði formaðurinn, dr. Gunnar Kristjánsson, af sér og
skipaði biskup sr. Braga Friðriksson í hans stað. Nefndin hefur
haldið 5 fundi eftir það og sendir nú frá sér þessa áfangaskýrslu.
STÖRF OG VERKEFNI
Nefndin hefur unnið að því að auka þekkingu sína á málefninu með
lestri bóka og greina um safnaðaruppbyggingu.
Verkefnisstjóri sótti heim aðila bæði í Þýskalandi og Noregi sem
starfa í sömu grein og kynnti nefndarmönnum hugmyndir og
starfsaðferðir þeirra.
Verkefnisstjóri vinnur nú að gerð námsefnis um
safnaðaruppbyggingu handa prestum, sóknarnefndum, starfsfólki
safnaða og áhugafólki.
Heimsóknir
Þá hefur verkefnisstjóri verið gerður út af örkinni að beiðni
nefndarinnar og sótt heim söfnuði í Eyjafjarðarprófastsdæmi og
kynnt þeim hugmyndir og starfsáætlun sína. Heimsókninni var vel
tekið og var óskað eftir frekara samstarfi og er ætlunin að
verkefnisstjóri efni til námskeiða í söfnuðum nyrðra í janúar á
næsta ári í samvinnu við prófast Eyfirðinga. Námskeiðunum er
ætlað að örva markvissa umræðu um safnaðaruppbyggingu í
hverjum söfnuði sem leiði til áætlanagerðar um starf næstu ára.
Verkefnisstjóri flutti erindi um safnaðaruppbyggingu á Héraðsfundi
Reykjavíkurprófastsdæmis í október s.l. og í framhaldi af því hafa
39