Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 70
eftir fer yfirlit yfir nokkur verkefni næsta skólaárs.
K. KIRK3A OG TRÚ.
I samræmi við lög Ská1ho1tsskó1a ber stofnuninni að sinna
málum kirkju og trúar. Skólinn hefur sinnt þessum þætti. Gerðar
hafa verið tilraunir og byggt er á þeim við útfærslu þessa
þáttar. Verkefni m.a.: 1. Kyrrðardagar (stef kirkjuársins, sem og
einstök lífsstef). 2. Starfsmannanámskeið kirkjunnar. 3.
Leikmannanámskeið. 4. Fermingarnámskeið - ung1inganámskeið. 5.
Akademíur (námsstefnur).
M-I. ÍSLENSK MENNING FORTÍÐAR.
Miðað er við að skólinn haldi 2-10 daga námskeið um visku í
eldri íslenskri menningu. Ahersla verður einkum lögð á þætti, sem
nútímafólk getur innlifast og geta komið að gagni við að lifa sem
íslendingur í nútíma. Leitað er að inntaki íslenskrar menningar í
trúarhugmyndum, túlkun bókmennta o.s.frv. . Reynt er að efla
nútímamenn til endurskoðunar á lífi í samtímanum með því að glíma
við visku formæðra og forfeðra okkar. Þessi þáttur er mjög í anda
frumhugmynda Grundtvigs, sem efndi til lýðháskóla með því að
rannsaka norrænar hugmyndir, ekki síst í túlkun íslenskra
bókmennta, sem og með því að taka mið af kvöldvökunni íslensku.
Verkefni m.a.: 1. Átrúnaður, kristinn og heiðinn. 2. Bókmenntir
eldri og yngri. 3. Þjóðhættir og siðir, sem veita innsýn í
lífsbaráttu. 4 . Listiðja eldri og yngri o.s.frv. 5. Námskeið
fyrir erlenda aðila (norænt 1 ýðháskó1asamstarf, eldri borgarar
o.fl. Skólinn getur orðið vettvangur um íslenska menningarfræðslu
gagnvart útlendingum).
M-II. ÍSLENSK SAMTÍÐ.
Megináhersla lýðháskóla er mannrækt. Því verður fjallað um
efni, sem eflir einstaklinga til að lifa með dug í samtíðinni.
Verkefni m.a.: 1. Deiglumál íslenkrar menningar (ekki fjallað um
dægurmál eða einstök pólitísk hitamál, heldur. um stefnur og
meginstrauma íslenkrar menningar). 2. Námsflokkar nærsveitunga
(kvöldnámskeið). 3. Menning á Suðurlandi (í samvinnu við
Menningarsamtök Suðurlands). 4. Námskeið í samvinnu við Farskóla
Suðurlands ( a t v i n n u u p p by gjg i n g ) . 3. Lífsskeið (námskeið fyrir fólk
á átakaskeiðum ævinnar: tengsl kynja, breytingar á hlutverkum og
ímyndum, upphaf hjúskapar, barneignir, hjónanámskeið, börnin fara
að heima, miðaldursskeiðið, að eldast, elli). 6. Námshjálp
(námskeið fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með nám, námsraðgjöf).
7. 3aðarung1ingar. 8. Fjö1sky1dunámskeið (fyrir alla
fjölskylduna). 9. Samvinnunámskeið með öðrum hreyfingu um
mannef1ingarmá1 hvers konar.
Til að hægt verði að ná markmiðum þessarar stefnu skólans er
nauðsynlegt að stofnanir og einstak1ingar , sem starfa að
kirkjumálum, leggist á eitt og leggi skólanum lið. Skólinn
þarfnast fjármuna til framkvæmda, en ekki síður stórs hóps vina,
sem vinna honum heill. Mikil blessun hefur verið yfir starfi
skólans síðan breytt var um starfsfyrirkomu1ag. Sérstaklega góður
starfsandi hefur ríkt og skólinn býr við vinalán. Um
"Ská1ho11sandann " vitnar sístækkandi hópur fólks, sem starfað
hefur við skólann og sótt hefur mannfundi á síðustu árum. Þökk sé
þeim öllum.
Með kveðjum og blessun til handa Kirkjuþingi 1990.
Sigurður Árni Þórðarson,
rektor Ská1ho11sskó1a .
67