Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 96
III.
Nú er rétt að taka efdr að algjört heiladrep felur ekki í sér - ekki frekar en þegar um
heilastofnsdrep er að ræða - að hjartað stöðvist, heldur getur það slegið sjálfkrafa enn um
stund, sé öndun viðhaldið.15
Sé það rétt sem haft var eftir Christopher Pallis hér að ofan, að það sé siðferðilega
fráleitt að meðhöndla eins og lík líkama sem andar og hefur hjartslátt, vaknar sú spuming
hvort sama gildi ekki um lfkama þar sem hjartað slær, þótt hann andi ekki sjálfkrafa. Hér
mætti því hreyfa þeirri mótbáru að heiladrepsskilgreining á dauða manns geti stangast á
við þá djúpstæðu hugmynd um lífið að líkami með lifandi hjarta sé ekki dauður.
Umræða um dauðann hefur að undanfömu einkennst af því að láðst hefur að gera
greinarmun á dauða manns og dauða mannslíkama. Vegna þessa hafa margir, þar á meðal
ýmsir fræðimenn sem um málið hafa fjallað, fallið í þá gryfju að segja að þegar
manneskjan sé ládn þá sé lfkami hennar l£k. Þetta teljum við að sé ekki rétt, því að
greinarmunur þeirra á lifandi manneskju og dauðu líki er ekki tæmandi.
Án þess að reynt sé að móta fullkomna skilgreiningu er hægt að segja að líkami sé
lifandi á meðan kerfisbundin starfsemi líffæra hans sé enn til staðar. Þegar algjört
heiladrep,- og jafnvel heilastofnsdrep - á sér stað er rétt að segja að kerfisbundin starfsemi
líffæra manns sé verulega skert (og stöðvun hennar yfirvofandi), en hún er ekki endilega
úr sögunni. Heilinn, og sérstaklega heilastofninn, er mikilvæg stjórnstöð
líkamsstarfseminnar, en þótt hann sé hættur að starfa, ber hringrás blóðsins áfram með
sér boð milli líffæra, og meðan hjartastarfsemi fer fram er kerfisbundin starfsemi ýmissa
líffæra til staðar. Hér verður því að horfast í augu við þá. staðreynd að þótt algjört
heiladrep feli í sér að öll sálarstarfsemi sé úr sögunni og manneskjan því skilin við, þá
felur það ekki í sér dauða líkamans. Hér verður því að greina á milli tveggja hugtaka um
líkamlegan dauða: dauða manneskjunnar, sem samsvarar algjöru heiladrepi, og dauða
mannslíkamans, sem samsvarar endanlegri stöðvun kerfisbundinnar starfsemi líffæra.16
í framhaldi af þessu þarf að spyrja: Við hvort hugtakið ber að miða þegar úrskurða
skal mann látinn? Hvenær er við hæfi að kveðja hinn látna og veita honum nábjargimar?
Hvenær er réttlætanlegt að fjarlægja úr honum lífsnauðsynlegt líffæri, ef það stendur til?
Hvenær má búa hann til greftrunar?
Við þessum spumingum em mismunandi svör. Við teljum tvímælalaust rétt að
úrskurða mann látinn þegar öll sálarstarfsemi er endanlega hætt, það er við algjört
heiladrep. Manneskjan er látin, jafnvel þótt líkami hennar sé enn með lífsmarki. Það er
15Einnig er hægt að viðhalda hjartastarfsemi með vélrænum hætd þótt hjartað sé hætt að slá eða það
hafi verið fjarlægL
16í þcssu felst að við höfnum þeirri skoðun að skilgreining dauða sem miðar við „sálarstarfsemi" eða
„sálarlíf' manns sé hafin ydr líffræðiiega eða læknisfræðilega mælikvarða, eins og stundum cr haidið
fram (sjá ofannefnda bók Lambs, 5. kafla). í okkar umfjöllun er lykilstarfsemin starfsemi heilans og
hún er talin vcra það vegna tcngsla hcnnar við sálarlífið. Sjá einnig neðanmálsgreinar 2 og 3.
93