Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 98
hjartsláttur hafl stöðvast. Venjulega stöðvast öll heilastarfsemi um það bil 20
mínútum eftir að hjartað hættir að slá.
Hér er miðað við hin gömlu skilmerki til staðfestingar dauða, þótt nýrri skilgreiningu sé
beitt. í fylgiskjalinu er þó ekki fyllilega ljóst við hvaða aðstæður sé rétt að nota hin gömlu
skilmerki við greiningu heiladreps. Þetta mætti skýra betur í fylgiskjali frumvarpsins.
í annani málsgrein 3. greinar ffumvarpsins stendur þetta:
Hafi öndun og hjartastarfsemi verið haldið við með vélrænum hætti skal
ákvörðun um dauða byggjast á því að skoðun leiði í ljós að öll heilastarfsemi sé
hætt.
í fylgiskjalinu eru taldir upp greiningarþættir sem ber að nota til staðfestingar dauða
samkvæmt þessari málsgrein. Þeir eru: algjört meðvitundarleysi, stöðvun sjálfkrafa
öndunar, „flatt“ heilarit, og að tiltekin taugaviðbrögð fáist ekki.18 Til viðbótar þessu er
kraflst að röntgenmyndir af heilaæðum séu teknar í öllum vafatilvikum og alltaf þegar
nema skal brott líffæri úr viðkomandi sjúklingi til ígræðslu. Við þetta er tvennt að athuga.
í fýrsta lagi er siðferðilega rétt að gæta ítrustu varúðar í öllum tilvikum. í öðm lagi virðist
okkur að þeir greiningarþættir, sem upp em taldir, nægi saman til þess að staðfesta að öll
starfsemi heilans sé hætt en vart til þess að staðfesta óyggjandi að hún sé óafturkræf.
Algjört heiladrep þýðir í raun að starfsemi heilans sé endanlega hætt vegna skorts á
blóðflæði til heilans. Æðamyndataka af heilanum (cerebral angiography) sýnir ótvírætt
hvort blóðflæði sé um heilann eða ekki. Þess vegna teljum við að æðamyndataka eða
hugsanlega aðrar nýjar aðferðir sem geta ótvírætt skorið úr um þetta séu nauðsynlegar í
öllum þeim tilfellum þar sem dauði er staðfestur með heiladrepsskilmerkjum.19
í 4. grein ffumvarpsins segir:
Heilbrigðisráðherra skal setja reglur um það hvaða rannsóknum skuli beita til
þess að ganga úr skugga um að öll heilastarfsemi sé hætt. Reglur þessar skulu
vera í samræmi við tiltæka læknisfrasðiiega þekkingu á hveijum tíma.
Það er óneitanlega æskilegt, jafnvel nauðsynlegt, að endurskoða þessar reglur með vissu
millibili í ljósi þeirra öru breytinga sem eiga sér stað á sviði læknisfræði. Hér er þó um að
18Sjáaldursviðbragð, homhimnuviðbragð, augnhlustarviðbragð, kokviðbragð og viðbragð við
sársaukaáreiti í andliti eða útlimum. Auk þessa eru viss skilyrði sett um það hvenær þessir
gxeiningarþættir geta talist fullnægjandi.
19í Forskrifter om dfidsdefinisjonen i relasjon til lov nr. 6 av 9.februar 1973 í Noregi er eftirfarandi
einmitt krafist sem ófrávikjanlegs skilmerkis um algjört heiladrep: „opphevet blodtilfprsel til hjemen
pávist ved cerebral angiografi (dvs. rpntgenfotografering av hodet etter insprpytning av kontrast i
halspulsárene)".
95