Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 103
skyldunnar er háð tveimur fyrirvörum. Sá fyrri er að hún feli ekki í sér háskalega aðför
að eigin Kfi og heilsu, sem um var rætt, en hinn síðari að ekki sé gengið of nærri sjálfræði
manns og sjálfsákvörðunarrétti. Uppfylling skyldunnar gerir m.ö.o. ráð fyrir því, að hún
sé innt af hendi af fúsum og frjálsum vilja. Manni sé það „ljúft og skylt“ að verða til
hjálpar.
Það er sökum þessa, að ákvæði eru sett í lögum um líffæraígræðslur, og í því
frumvarpi að lögum, sem samið hefur verið hér á landi, sem mæla fyrir um óþvingað og
upplýst samþykki líffæragjafa. Sé höfðað dl skyldunnar um að verða að liði, eða renni
mönnum blóðið til skyldunnar, eins og mjög oft er raunin við ígræðslur líffæra, hvílir sú
ábyrgð á lækni að upplýsa hugsanlegan gjafa um þá áhættu, sem aðgerðinni fylgir, en um
leið að ganga úr skugga um, að einlægur og heilbrigður ásemingur, þ.e. óþvingaður, búi
að baki. Þegar skyldmenni eiga í hlut ríður á, að veita mönnum ráðgjöf og aðstoð til að
taka sjálfstæða ákvörðun, einmitt með það í huga að þeim rennur blóðið til skyldunnar.
Það þarf þroskaða dómgreind og siðferðisstyrk til að gefa líffæri, en einnig til að færast
undan því án þess að glata sjálfsvirðingu sinni.
Krafan um upplýst og óþvingað samþykki veldur því, að ætlast er til að menn hafi
náð tilsettum aldri, 18 ára skv. frumvarpinu hér, til að koma til álita sem gjafi. Þá er og
talið rétt-vera, að andlegur vanþroski einstaklings, sem hefur í för með sér skerta
dómgreind, útiloki hann sem líffæragjafa.
Þá ber og að gæta að því, að engar annarlegar hvatir búi að baki ósk um að gefa
líffæri, t.d. að grunsemdir séu um að það sé gert í því skyni að gera líffæraþegann
óeðlilega háðan eða skuldbundinn gjafanum. Dæmi þess munu vera til. Þá stríðir öll
verslun með líffæri gegn því siðgæðismati, sem lagt er til grundvallar í þessari álitsgerð.
IV.
Brottnám og síðan ígræðsla Kfsnauðsynlegra líffæra, hjarta, lungna, lifrar, byggK á
því, að heimilt sé að nema á brott lifandi líffæri úr lámum manni. Starfsemi líffæris eða
líffæra, er þá haldið við með vélrænum hætti eftir að maður hefur verið úrskurðaður
látinn.
Þegar meta skal réttmæti þessara aðgerða, koma fyrst til álita hin sömu siðferðilegu
rök og færð voru fyrir réttmæti brottnáms og ígræðslu líffæra, þegar lifandi gjafi á í hlut.
Að því tilskyldu, að aðgerðin sé í einhKtu lækningaskyni og engin annarleg sjónarmið séu
með í för, t.d. verslun með líffæri, þá þjónar hún tvímælalaust góðu og göfugu
markmiði, þ.e. að bjarga mannsKfi. Hafi maður siðferðilegan rétt til að láta nema á brott
líffæri úr líkama sínum í lifanda lífi öðrum til heilla, þá hefur hann ekki síður til þess rétt
að svo verði gert að honum látnum.
100