Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 105
Þessi gagnrýni er ekki á rökum reist. Tilvikin eru fá hér á landi, og kostnaður mjög
lítill hluti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála. Auk þess er um að ræða lækmngar, sem
hljóta að teljast meðal forgangsverkefna í háþróaðri heilbrigðisþjónustu, þar eð iðulega er
um líf eða dauða sjúklings að tefla.
Með hliðsjón af þeim læknisfræðilegu þáttum, sem rætt var um, og að uppfylltum
þeim siðferðilegu skilyrðum, sem sett hafa verið, er komist að þeirri niðurstöðu, að
brottnám líffæra til ígræðslu sé réttmætt. Það sé því tvímælalaust til bóta að slíkar
aðgerðir verði leyfðar og að nánar verði kveðið á um framkvæmd þeirra með ákvæðum
laga.24
Y.
Frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi um brotmám líffæra og krufningar gerir að
sjálfsögðu greinarmun á lifandi gjafa og látnum.
í fyrstu grein er fjallað um lifandi gjafa. Þar er skýrt kveðið á um 18 ára
lágmarksaldur líffæragjafa. í löggjöf annarra landa er gjaman miðað við að viðkomandi
sé lögráða en gefinn kostur á undanþágu með samþykki lögráðenda.25
Megintilgangur með því að setja skýr aldursmörk er að koma í veg fyrir að
óharðnaður unglingur taki, vegna ímyndaðs eða raunverulegs þrýstings, ákvörðun sem
honum í raun er þvert um geð eða hann skilur ekki að fullu. Slfkt getur allt eins hent þá
sem eldri eru og því er í greininni réttilega áréttað að fræða skuli viðkomandi vandlega um
eðli aðgerðarinnar. Við slíka fræðslu verður að beita innsæi og finna viðkomandi
sæmandi undankomu ef slíkt er vilji hans í raun. Dæmi er um aðra hlið slíkra mála sem
vandséðari er fyrir: að gefandinn telji sig eignast ítök í þiggjanda vegna hins lífgefandi
Kffæris.
Þá er í greininni talað um að aðgerðin rnegi ekki setja gjafann í augljósa hætm. Hér
er um að ræða ákvæði sem auðvelt er að hártoga. Aðgerð á borð við brottnám nýra er
aldrei hættulaus þótt lífshættan sé hverfandi lítil; (dauðsföll < 0.1%).26 Með ákvæðunum
er átt við að þess sé gætt að líkamlegt ástand gjafans sé slfkt að honum sé ekki talin bein
hætta af aðgerðinni.
Hérlendis hefur, einkum hin síðari ár, verið lögð nokkur áhersla á að finna lifandi
nýmagjafa og má að nokkru skýra það með löngum biðtíma eftir nýrum úr nýlátnum.
Hafa um 30% ígræddra nýma verið úr lifandi ættingjum. Það er því vel að lögfest verði
almenn ákvæði um slíka líffærafluminga.
24Um siðfræöileg viðhorf til líffæraflutninga sjá Ld. Holsten Fagerberg, riLstj., Medicinsk eiik och
mánniskosyn (Stokkhólmi: Liber, 1984) og Bemard Haring, Medical Ethics (Slough: St. Paul
Publications, 1982).
9 S
JAudun Flatmark, Ethical Problems Related to the Use ofLiving Donors. Scandiatransplant 198:
s. 19-21.
26Sama rit.
102